Úrval - 01.11.1969, Page 6
4
ÚRVAL
**-----------------------**
smásögur
^, um .
stormenm I
i- f
HINN ÖTULI landbúnaðarfrömuð-
ur, Páll Zoffaníasson, ferðaðist mik-
ið um landið hér á árum áður og
lét það lítt aftra för sinni, þó marg-
ar ár væru óbrúaðar og ferðast
þyrfti á hestum, en svo sem kunn-
ugt er var dýpt fallvatna oft miðuð
við, hvar þau tóku hestinurn.
Einhverju sinni kom Páll á bæ,
þar sem hann var eitthvað kunn-
ugur og hitti bónda útivið og tóku
þeir tal saman, á meðan þeir röltu
heim á bæjarhlaðið.
í húsdyrunum mæta þeir svo hús-
freyju og gerist það þá jafnsnemma,
að Páll byrjar að heilsa henni og
bóndi spyr Pál, hvort áin hafi ver-
ið djúp.
Er þá mælt, að Páll hafi heilsað
frúnni með eftirfarandi orðum:
— Komdu nú sæl og blessuð milli
hnés og kviðar og þakka þér fyrir
síðast!
☆
í SÍÐASTA mánuði var mynda-
stytta af Ólafi Thors afhjúpuð við
enda tjarnarinnar í Reykjavík. I
tdefni af því rifjast upp ofurlítil
saga, sem er gott dæmi um það,
hve sterkan svip Olafur setti á
þjóðlífið á sínum tíma. Hann var
jafnan efst í huga alls þorra manna
og óhætt, að fullyrða, að fáir stjórn-
málamenn hafi notið meiri vinsælda
og virðingar sem hann. Sagan er á
þessa leið:
Háskólaborgari gerði sér það til
gamans og dægradvalar í jólafríinu
að lesa trúarbragðasögu Jan de
Vries. í öðru bindi bókarinnar á
blaðsíðu 288 rakst hann á eftirfar-
andi setningu:
-— In Skandinavien ist der hellige
Olaf Thors Nachfolger geworden.
Þýzka hafði aldrei verið sterkasta
námsgrein þessa háskólaborgara,
enda þýddi hann setninguna á þessa
leið:
—■ Á Norðurlöndum er hinn heil-
agi Ólafur Thors orðinn arftaki!
☆
SÉRA ÓLAFUR
ÓLAFSSON á
kvennabrekku
var eitt sinn feng-
inn til að. skíra á
bæ nokkrum í
Dölum. Klerkur
hafði jarðsungið
mann fyrr um
daginn og var
þreyttur eftir ferðalag sitt og um-
stang, þegar hann kom til skírnar-
innar.
Presti var boðið til baðstofu. Sett-
ist hann þar á rúm og hallaði sér
út af. Útvarp var þar inni og var
þá að hefjast guðsþjónusta frá dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
Það stendur heima, að um það
leyti sem séra Bjarni hefur upp
raust sína í útvarpinu, er kollegi
hans sofnaður í rúminu og sefur
vært, þar til ræðunni er lokið, en