Úrval - 01.11.1969, Page 7

Úrval - 01.11.1969, Page 7
5 hrekkur þá upp við sálmasönginn, sem á eftir fór. Stekkur hann þá upp hart og títt, vindur sér fram á gólf og verður þetta á orði: — Aldeilis var þetta nú stórsleg- in ræða hjá séra Bjarna!! ☆ ÞEGAR SÍMON DALASKÁLD var unglingur, var hann smali hjá Jóni bónda á Silfrastöðum. Þótti honum lítið til Símonar koma og skildu þeir með litlum kærleik. Það fylgdi Jóni, að hvar sem hann kom, var hann kenndur við bújörð sína. Hann bjó á Skjaldarstöðum, og var þá jafnan nefndur Skjöldungur. Síð- ast bjó hann á Krossastöðum á Þela- mörk og var þá kallaður Krossi eða Krossastaða-Jón. Fleira var það sem fylgdi honum. Hvar sem hann fór sýndi hann, að hann var hið mesta snyrtimenni og búhöldur. Ölkær þótti Jón. Fór þá snyrti- mennska hans út um þúfur. Hann bjó um skeið á Eyrarlandi við Ak- ureyri. Var hann þá einu sinni sem oftar staddur niður í kaupstað og án efa við vín. Mætir hann þá Símoni á götu og ávarpar hann: — Þarna ertu þá kominn, bölv- aður Dalaskíturinn! Símoni rann í skap, þótti kveðjan klúr og köld frá gömlum húsbónda. Þá grípur hann sem oftar til síns bitrasta vopns og segir samstund- is: Klækjum hlaðinn, hrakyrtur, hér er staddur líka svínskur, graður, sífullur Silfrastaða-Skj öldungur. Jón gekk burt rjóður í andliti og kærði sig ekki um að eiga frekara samtal við Símon. ☆ KUNNINGI CHURCHILLS leitaði eitt sinn ráða hjá honum og spurði, hvort hann ætti að þora að taka lán hjá sameiginlegum kunningja þeirra beggja. — Jú, það skaltu gera, svaraði Churchill. — Mér lízt alveg prýði- lega á það. Hann er nefnilega böl- sýnismaður að eðlisfari og býst áreiðanlega ekki við, að fá það greitt aftur. ☆ JÓNAS FRÁ HRIFLU var viðrið- inn síðasta þátt, og hér er önnur saga um þann mikla stjórnmálaskör- ung: Þegar Jónas var að rökstyðja það, að engum nema menntamála- ráði væri trúandi til að úthluta fé til skálda og listamanna, studdi hann þá skoðun sína meðal annars með því, að Alþingi hefði gleymt öðrum eins ágætismanni og Kjarval. Lét hann í veðri vaka, sem ekki væri hætta á slíkri gleymsku framar, þeg- ar menntamálaráð væri tekið við úthlutun listamannalauna, en Jónas var einmitt formaður ráðsins á þess- um tíma. Þá kvað Bjarni Ásgeirsson á Reykjum: Meinleg gleymska margan hrjáði meðan í stjórn og þingi sat. En uppi í menntamálaráði mundi hann allt, sem hugsazt gat.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.