Úrval - 01.11.1969, Síða 7
5
hrekkur þá upp við sálmasönginn,
sem á eftir fór.
Stekkur hann þá upp hart og
títt, vindur sér fram á gólf og verður
þetta á orði:
— Aldeilis var þetta nú stórsleg-
in ræða hjá séra Bjarna!!
☆
ÞEGAR SÍMON DALASKÁLD var
unglingur, var hann smali hjá Jóni
bónda á Silfrastöðum. Þótti honum
lítið til Símonar koma og skildu
þeir með litlum kærleik. Það fylgdi
Jóni, að hvar sem hann kom, var
hann kenndur við bújörð sína. Hann
bjó á Skjaldarstöðum, og var þá
jafnan nefndur Skjöldungur. Síð-
ast bjó hann á Krossastöðum á Þela-
mörk og var þá kallaður Krossi eða
Krossastaða-Jón. Fleira var það
sem fylgdi honum. Hvar sem hann
fór sýndi hann, að hann var hið
mesta snyrtimenni og búhöldur.
Ölkær þótti Jón. Fór þá snyrti-
mennska hans út um þúfur. Hann
bjó um skeið á Eyrarlandi við Ak-
ureyri. Var hann þá einu sinni sem
oftar staddur niður í kaupstað og
án efa við vín. Mætir hann þá
Símoni á götu og ávarpar hann:
— Þarna ertu þá kominn, bölv-
aður Dalaskíturinn!
Símoni rann í skap, þótti kveðjan
klúr og köld frá gömlum húsbónda.
Þá grípur hann sem oftar til síns
bitrasta vopns og segir samstund-
is:
Klækjum hlaðinn, hrakyrtur,
hér er staddur líka
svínskur, graður, sífullur
Silfrastaða-Skj öldungur.
Jón gekk burt rjóður í andliti og
kærði sig ekki um að eiga frekara
samtal við Símon.
☆
KUNNINGI
CHURCHILLS
leitaði eitt sinn
ráða hjá honum
og spurði, hvort
hann ætti að þora
að taka lán hjá
sameiginlegum
kunningja þeirra
beggja.
— Jú, það skaltu gera, svaraði
Churchill. — Mér lízt alveg prýði-
lega á það. Hann er nefnilega böl-
sýnismaður að eðlisfari og býst
áreiðanlega ekki við, að fá það
greitt aftur.
☆
JÓNAS FRÁ HRIFLU var viðrið-
inn síðasta þátt, og hér er önnur saga
um þann mikla stjórnmálaskör-
ung: Þegar Jónas var að rökstyðja
það, að engum nema menntamála-
ráði væri trúandi til að úthluta fé
til skálda og listamanna, studdi hann
þá skoðun sína meðal annars með
því, að Alþingi hefði gleymt öðrum
eins ágætismanni og Kjarval. Lét
hann í veðri vaka, sem ekki væri
hætta á slíkri gleymsku framar, þeg-
ar menntamálaráð væri tekið við
úthlutun listamannalauna, en Jónas
var einmitt formaður ráðsins á þess-
um tíma. Þá kvað Bjarni Ásgeirsson
á Reykjum:
Meinleg gleymska margan hrjáði
meðan í stjórn og þingi sat.
En uppi í menntamálaráði
mundi hann allt, sem hugsazt gat.