Úrval - 01.11.1969, Page 8
6
ÚRVAL
Morgunn nokkurn ár-
ið 1888 vakti mjög
leyndardómsfullt morð-
mál almennan hrylling
meðal bæjarbúa í litla,
franska baðstaðnum St.
Adresse.
Kaupsýslumaður
nokkur, André Monet
að nafni, hafði komið
til strandarinnar kvöld-
ið áður með konu sinni
til þess að eyða þar
sumarleyfi sínu. Hafði
hann gengið út úr gisti-
húsinu til strandarinnar
til þess að synda, áður
en hann gengi til hvílu.
Snemma næsta morguns
fann bakarasendill
Monet liggjandi í fjör-
unni rétt fyrir ofan
flóðmörkin. Hann var
með byssukúlu í höfð-
inu. Hann var allsnak-
inn, og föt hans lágu
vandlega samanbrotin
við hlið honum.
Aðalstciðvum Sureté,
hinnar frægu, frönsku
leynilögreglu, var til-
kynnt þetta, og hún
sendi strax til eins af
beztu liðsmönnum sín-
um, Roberts LeDru, og
gaf honum fyrirmæli um
að fara til Ste. Adresse
og rannsaka málið. Le-
Dru, sem var hetja allra
franskra drengja, var þá
í Le Havre, aðeins tveim
mílum frá St. Adresse.
LeDru var yngstur
allra starfsmanna Sur-
eté, en hafði þó hlotið
æðstu viðurkenningu
fyrir starfsafrek sín.
Sagt var, að hann þyrfti
ekki að gera annað en
að virða fyrir sér fót-
spor til þess að geta lýst
þeirri persónu, sem fót-
sporin voru eftir. Einn-
ig var sagt, að honum
nægði að þefa af vindla-
ösku, og gæti hann þá
sagt til um tegund tó-
baksins, sem um hafði
verið að ræða.
LeDru einn vissi
sannleikann. Hann var
alls ekki snjall. Hann
vann hægt og kerfis-
bundið, var nákvæmur
og þolinmóður. Þegar
hann var sendur til þess
að rannsaka eitthvert
mál, þaulskoðaði hann
hvern þumlung gólfsins
í sérhverju herbergi
hússins, tíndi upp hvern
prjón, hvern þráðar-
spotta. Ekkert var hon-
um of mikil fyrirhöfn.
Stundum eyddi hann
mörgum tímum í að
finna eiganda tölu sem
fundizt hafði nálægt
stað þeim, sem glæpur-
inn hafði verið framinn
á. Þessi þolinmæði hans
og þrautseigja gerði
honum kleift að leysa
mjög flókin morðmál,
og eru þar á meðal
nokkrar snjöllustu
lausnir, sem um getur.
Samt vissi hann, að
það myndi draga úr því
áliti, sem yfirboðarar
hans höfðu á honum, ef
þeir gerðu sér grein
fyrir því, hversu hægt
og varfærnislega hann
vann að lausninni
hverju sinni. Þess vegna
sendi hann yfirboður-
um sínum mjög ýktar
skýrslur um störf sín.
í stað þess að viður-
kenna, að hann hefði
eytt fimm tímum í að
hafa upp á grunuðum
manni skrifaði hann í
skýrslu sína, að hann
Hér segir frá einkennilegasta sakamáli
í alln sögu réttvísinnar.
Fangi
aðeins á nóttunni