Úrval - 01.11.1969, Side 9

Úrval - 01.11.1969, Side 9
7 hefði strax getið sér til um, hvert maðurinn myndi fara. Þetta leit stórkostlega út, þegar það var komið á pappír- inn, en vesalings LeDru vann nótt sem dag að málum sínum til þess að halda uppi starfs- heiðri sínum. Sólar- hringum saman svaf hann aðeins tvær til þrjár stundir hverju sinni. Eina vikuna naut hann aðeins sex tíma svefns. Og því tók heilsu hans að hraka. Oft vaknaði hann æpandi að nóttu til upp af mar- tröð. Og í draumum sínum hafði hann sjálf- ur framið morð. En hann skeytti því engu, þótt læknir hans ráð- legði honum að hvílast betur. LeDru var engu nær, er hann hafði athugað allar aðstæður í Ste. Adresse. Ve^ki hins myrta var enn í jakka hans, og í því voru nokkur hundruð frank- ar. Hann átti enga ó- vini, að því er menn vissu. Hann var ekki ríku*r, 'og eini erfingi hans var eiginkona 'hans. Frú Monet hafði beðið eftir eigirimanni sínum í anddyri gisti- hússins, þangað til klukkan var næstum orðin 2,30 að nóttu. Lík- skoðarinn kvað upp þann úrskurð, að morð- ið hefði verið framið um klukkan 2 að nóttu, og því féll enginn grun- ur á frú Monet. Það gekk hvorki né rak fyrir LeDru, og því greip hann til síns gamla ráðs, þ.e. að sýna ósegjanlega þrautseigju og varfærni í rannsókn- um sínum. Hann strengdi kaðal í hring í um 50 feta fjarlægð frá þeim stað, sem líkið lá á. Síðan skoðaði hann vandlega hvern þuml- ung sandsins í leit að sönnunargögnum. Það var komið myrkur fyr- ir löngu, og hann not- aði ljósker við leitina. Skyndilega fann hann það, sem hann hafði verið að leita að. Hann starði alveg höggdofa á það. Síðar um nóttina gekk hann fram og aftur um göturnar í Ste. Adresse, og um morguninn hélt hann til lögreglustöðv- arinnar. ,,Herrar mínir,“ saeði hann lífvana röddu. „Sg hef leyst morðgátuna. Hér er gipsafsteypa af fótsporinu, sem morð- inginn skildi eftir, er hann læddist aftan að fórnardýri sínu. Hann var á skokkaleistunum. Takið eftir einkennilegu atriði í sambandi við fótsporið. Það er eftir vinstri fót, og það vant- ar köggul framan á stóru tána.... sjáið þið það ekki? Það er eng- inn vafi á því, að þetta er fótspor eftir mann- inn, sem myrti André Monet.“ Síðan kraup LeDru niður og fór úr vinstri skónum. „Sg er morðinginn, herrar mínir,“ bætti hann við. LeDru hafði misst köggul framan af stóru- tá á vinstri fæti, þegar hann var lítill drengur. Fótsporið í sandinum var nákvæmlega af sömu stærð og lögun og il hans. Hin síendur- tekna martröð drauma hans, hafði raunveru- lega orðið að veruleika, en í draumum þeim hafði hann gerzt morð- ingi. Hann var handtekinn og dreginn fyrir rétt. Verjandi hans sannaði það með aðstoð læknis- úrskurðar í einjni at- hyglisverðustu vörn í franskri réttarsögu, að LeDru væri aðeins hættulegur að nóttu til, en aðeins þá næði þessi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.