Úrval - 01.11.1969, Síða 9
7
hefði strax getið sér til
um, hvert maðurinn
myndi fara. Þetta leit
stórkostlega út, þegar
það var komið á pappír-
inn, en vesalings LeDru
vann nótt sem dag að
málum sínum til þess
að halda uppi starfs-
heiðri sínum. Sólar-
hringum saman svaf
hann aðeins tvær til
þrjár stundir hverju
sinni. Eina vikuna naut
hann aðeins sex tíma
svefns.
Og því tók heilsu
hans að hraka. Oft
vaknaði hann æpandi
að nóttu til upp af mar-
tröð. Og í draumum
sínum hafði hann sjálf-
ur framið morð. En
hann skeytti því engu,
þótt læknir hans ráð-
legði honum að hvílast
betur.
LeDru var engu nær,
er hann hafði athugað
allar aðstæður í Ste.
Adresse. Ve^ki hins
myrta var enn í jakka
hans, og í því voru
nokkur hundruð frank-
ar. Hann átti enga ó-
vini, að því er menn
vissu. Hann var ekki
ríku*r, 'og eini erfingi
hans var eiginkona
'hans. Frú Monet hafði
beðið eftir eigirimanni
sínum í anddyri gisti-
hússins, þangað til
klukkan var næstum
orðin 2,30 að nóttu. Lík-
skoðarinn kvað upp
þann úrskurð, að morð-
ið hefði verið framið
um klukkan 2 að nóttu,
og því féll enginn grun-
ur á frú Monet.
Það gekk hvorki né
rak fyrir LeDru, og því
greip hann til síns
gamla ráðs, þ.e. að sýna
ósegjanlega þrautseigju
og varfærni í rannsókn-
um sínum. Hann
strengdi kaðal í hring í
um 50 feta fjarlægð frá
þeim stað, sem líkið lá
á. Síðan skoðaði hann
vandlega hvern þuml-
ung sandsins í leit að
sönnunargögnum. Það
var komið myrkur fyr-
ir löngu, og hann not-
aði ljósker við leitina.
Skyndilega fann hann
það, sem hann hafði
verið að leita að. Hann
starði alveg höggdofa á
það.
Síðar um nóttina gekk
hann fram og aftur um
göturnar í Ste. Adresse,
og um morguninn hélt
hann til lögreglustöðv-
arinnar.
,,Herrar mínir,“ saeði
hann lífvana röddu. „Sg
hef leyst morðgátuna.
Hér er gipsafsteypa af
fótsporinu, sem morð-
inginn skildi eftir, er
hann læddist aftan að
fórnardýri sínu. Hann
var á skokkaleistunum.
Takið eftir einkennilegu
atriði í sambandi við
fótsporið. Það er eftir
vinstri fót, og það vant-
ar köggul framan á
stóru tána.... sjáið þið
það ekki? Það er eng-
inn vafi á því, að þetta
er fótspor eftir mann-
inn, sem myrti André
Monet.“
Síðan kraup LeDru
niður og fór úr vinstri
skónum.
„Sg er morðinginn,
herrar mínir,“ bætti
hann við.
LeDru hafði misst
köggul framan af stóru-
tá á vinstri fæti, þegar
hann var lítill drengur.
Fótsporið í sandinum
var nákvæmlega af
sömu stærð og lögun og
il hans. Hin síendur-
tekna martröð drauma
hans, hafði raunveru-
lega orðið að veruleika,
en í draumum þeim
hafði hann gerzt morð-
ingi.
Hann var handtekinn
og dreginn fyrir rétt.
Verjandi hans sannaði
það með aðstoð læknis-
úrskurðar í einjni at-
hyglisverðustu vörn í
franskri réttarsögu, að
LeDru væri aðeins
hættulegur að nóttu til,
en aðeins þá næði þessi