Úrval - 01.11.1969, Side 12

Úrval - 01.11.1969, Side 12
10 ÚRVAL undir nafninu „Kóngurinn" af því að hann var svo stór og stæðilegur og gekk með voldug spangargler- augu, beygði sig fram og sagði við félaga sína: — Hvers vegna erum við alltaf að pukra þetta hver í sínu lagi og ljúga upp smáfréttum, sem ekkert bragð er að? Ef við leggjum allir saman, hlýtur andinn að koma yfir okkur og við búum til eina alls- herjarstórfrétt! Svo byrjuðu þeir að ræða málið fram og aftur og að lokum urðu þeir ásáttir um eftirfarandi sögu. Hópur af verkfræðingum frá fyrir- tæki í Wall Street var staddur and- artak í Denver á ferð sinni til Kína. Þeir höfðu fengið það verkefni í hendur að rannsaka hvernig hægt væri að brjóta niður kínverska múr- inn með sem minnstum kostnaði. Fyrirtæki þeirra hafði haft sam- band við stjórnarvöld í Kína, sem höfðu ákveðið að rífa niður hinn ævagamla múr sem tákn hins góða vilja Kína til þess að opna landið fyrir verzlun við önnur lönd. Klukkan var þegar orðin ellefu og blaðamennirnir urðu að hafa hraðann á. Þeir fengu sér einn bjór í viðbót. Næsta skref var að skrifa „verk- fræðingana" inn á hótel, svo að hægt væri „að eiga viðtal við þá“. Blaðamennirnir héldu því til hins nýtízkulega Windsor-hótels og skrif- uðu sig allir inn undir fölskum nöfn- um eftir að hafa tryggt sér þag- mælsku næturvarðarins. Nætur- vörðurinn lofaði, að ef einhver myndi spyrja einhvers daginn eft- ir, þá myndi hann svara því til, að „gestirnir" hefðu ekki talað neitt við hann, en hins vegar hefðu þeir rætt við nokkra blaðamenn, og ennfremur að þeir hefðu haldið áfram för sinni til Kína eldsnemma um morguninn. Ef gestabækur Windsor-hótelsins eru ennþá til, þá er hægt að finna þar hin fölsku nöfn blaðamann- anna. Að þessu loknu fóru blaðamenn- irnir aftur yfir á Oxford-hótelið og fengu sér eitt glas af bjór í viðbót. Hér játuðu þeir munnlega leyni- legan sáttmála, þar sem þeir skuld- bundu sig til þess að hvika ekki frá hinni upplognu sögu og þegja ævi- langt um uppruna hennar. Næsta morgun var stórletruð fyr- irsögn yfir þvera síðu í „Rocky Mountain News“, er hljóðaði svo: VERÐUR KÍNVERSKI MÚRINN RIFINN NIÐUR? Fyrirsagnirnar í hinum blöðunum voru svipaðar. „Denver Post“ prent- aði sína í rauðum lit. Þremur vikum síðar heimsótti Lewis Wilshire og sýndi honum ein- tak af stóru, suður-amerísku dag- blaði. Blaðið hafði nýjar fréttir að færa af kínverska múrnum, fréttir, sem staðfestu söguna þeirra góðu. Blaðið birti stóra mynd af kín- verska múrnum, en ekki nóg með það. Það hafði átt viðtal við kín- verskan mandarína, sem var stadd- ur í New York og staðfesti fréttina! Sagan um eyðileggingu kínverská múrsins breiddist út og var loks símuð yfir hafið, án nánari rann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.