Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 16

Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL sem mundi alveg örugglega frelsa þá. Hann var brúin yfir hyldýpis- gjána á milli menntamannanna ,og hinna ólæsu íbúa sveitaþorpanna. Þótt hann væri ólíkur þessum þorpsbúum, var hann samt einn af þeim. Hann var þjónn allra, og hann talaði á þann hátt, sem ör- snauður múgur Indlands hafði sjald- an heyrt nokkurn tala áður. Hann var enginn dýrlingur. Hann gat reiðzt og farið úr jafnvægi, og hann gat ekki þolað heimskingja og bjána. Hann var ekki einfaldur og óbrotinn maður, heldur marg- brotinn og gat jafnvel sýnt slægð, þegar slíkt var nauðsynlegt. En umfram allt var hann óþreytandi í starfi sínu fyrir málstað Indlands á öllum sviðum. Vinur hans, G. D. Birla, hefur komizt svo að orði um hann: „Næstum dagiega voru þjóð okkar opinberaðar nýjar hugmynd- ir, nýjar vonir, nýjar framtíðar- sýnir.“ Ein þeirra nýju hugmynda, sem reyndist einna haldbezt, var kenn- ingin um „satyagraha“ eða þá sér- stöku ofbeldislausu mótspyrnu, sem Gandhi boðaði. Enn er mjög út- breiddur misskilningur á eðli og framkvæmd þessarar sérstöku teg- undar mótspyrnu og uppreisnar. Hún á ekkert skylt við framferði ýmissa mótmælendahópa nútímans, sem fara í setuverkföll og ausa óþverraorðum yfir andstæðingana og sýna yfirvöldunum virka mót- spyrnu með ýmsum ráðum. Að áliti Gandhi var „satyagraha“ eða „sann- leiksaflið" öflugra en nokkur styrj- öld eða ofbeldiskennd bylting. Sam- kvæmt kenningu þessari var endan- legur sigur tryggður. Roskinn stjórn- málamaður í Indlandi hefur útskýrt þessa skoðun á þennan hátt: „Sigur- inn var viss, af því að satyagraha er mótspyrna gegn hinu illa, grund- völluð á Guði og trú á hans end- anlegu yfirráð.“ Mótspyrnumaður- inn má ekki vera haldinn hatri. á þeim, sem beitir hann órétti. Og það má ekki launa illt með illu. Ákvörðun um að sýna óhlýðni verð- ur að tilkynna fyrirfram og þeir, sem hana ætla að sýna, verða að vera reiðubúnir að þjást, jafnvel týna lífi, í þeirri trú, að sannleik- urinn, sem þeir styðja, sé þýðing- armeiri en lífið sjálft. Þarna er ekki nein hálfvelgja á ferðinni. Þessi stefna reyndist líka verða nógu öflug til þess að ráða örlögum heillar þjóðar fyrir til- styrk Gandhi. DRAUMUR FÆÐIST Hann fæddist í Porbandar, fylki í Vestur-Indlandi. Hann var sonur forsætisráðherrans þar. 18 ára að aldri sigldi hann til Englands til þess að leggja stund á lögfræði. Hann lagði líka stund á frönsku, danslist og framsögn, þar eð hann vildi haga lífi sínu sem enskur herramaður. En hann hætti fljótt iðkun slíkra lista, því að hann gerði sér grein fyrir því, að á þann hátt var hann að eyða fé til hluta, sem höfðu mjög lítið gildi fyrir Indland, fé, sem aflað hafði verið hörðum höndum. Nú fór hann að lesa trúarrit í fyrsta sinni á ævinni, þar á meðal Hindúaritið Bhagavad Gita og Fjall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.