Úrval - 01.11.1969, Side 17

Úrval - 01.11.1969, Side 17
ÖLD FRÁ FÆÐINGU GANDHIS 15 ræðuna. „Orð þessara bóka hittu mig í hjartastað,“ skrifaði hann síð- ar. „Ég fann til ósegjanlegrar gleði, er ég las þessi orð: „En ég segi við yður, að þér skuluð ekki launa illt með illu. Slái einhver yður á hægri kinnina, þá snú einnig hinni kinn- inni að honum.“ Þann 11. júní 1891 lauk hann sínu brezka lögfræðiprófi og lagði af stað til Indlands daginn eftir. En næsta heimili Gandhi varð reyndar í Suður-Afríku, en ekki í Indlandi. Verzlunarfyrirtæki eitt í eigu Múhameðstrúarmanna, sem átti í málaferlum í þessu Gósenlandi, sem þúsundir Indverja höfðu nú flutzt til, réð Gandhi til þess að halda til Suður-Afríku lögfræðing- um fyrirtækisins tjl aðstoðar. Gandhi tók þessu tilboði fegins hendi. Hann steig á land í Durban og keypti járnbrautarfarmiða fyrsta farrýmis til Jóhannesarborgar. En fokvondur, hvítur farþegi, sem steig upp í lestina í Maritzburg, neitaði að deila klefa með asískum „burðarþræl“, vesælum „eoolie", en það var uppnefni fýrir indverska verkamenn í Suður-Afríku. Gandhi var neyddur til þess að yfirgefa lestina og taka farangurinn með sér. Og hann varð að hírast í kulda alla nóttina í óupphituðum biðsal j árnbrautarstöðvar einnar. Mörgum árum síðar lýsti hann því, hversu djúp áhrif auðmýkjandi reynsla þessarar nætur hefði haft á hann. Hann sagði, að sú reynsla hefði orðið afdrifaríkust í lífi hans. „Mín virka, ofbeldislausa mótspyrna hófst á þeirri nóttu,“ sagði hann. Markmið Gandhi varð upp frá þeirri stundu ekki fólgið í því að hefna, heldur að breyta ríkjandi aðstæð.um . . . . á friðsamlegan hátt. Hann hvatti samlanda sína til þess að breyta sjáKum sér: Hann sagði, að þeir skyldu verða áreiðanlegri í viðskiptum og að þeir skyldu læra ensku og reyna að gleyma öllum mannamun, sem mismunandi þjóð- félagsstéttir og trúarbrögð valda. Hann hjálpaði til þess að koma á laggirnar góðgerðarstofnun fyrir Indverja í Suður-Afríku. Og í stríð- inu milli Stóra-Bretlands og Búanna í Suður-Afríku (Búastríðinu 1899— 1902) stofnaði hann sjúkralið 1100 indverskra sjálfboðaliða. Fyrir það framlag hans veittu Bretar honum suður-afríska heiðursmerki drottn- ingarinnar. Hann var nú líka tekinn að skipu- leggja sitt eigið líf á vissan hátt og temja sér sérstaka lífshætti. Hann dró sem mest úr hvers kyns eyðslu og uppfyllti nú aðeins hinar allra nauðsynlegustu þarfir sínar. Hann tók að sér að, veita börnum sínum fræðslu sjálfur. (Samkvæmt strang- trúarlegum reglum Hindúatrúar- innar, reglum, sem hann tjáði sig síðar mjög andvígan, hafði hann verið giftur barnungri telpu ríks kaupmanns, þegar hann var aðeins 13 ára að aldri). Hann keypti búgarð nálægt Durban, og þar stofnaði hann eins konar samyrkjubú ásamt nokkrum öðrum Indverjum, sem voru sama sinnis og hann. Þegnar þessa litla samfélags deildu vinn- unni á milli sín, og þar ríkti strang- ur agi. „Satyagraha“ leit dagsins ljós skömmu síðar. Það var árið 1907, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.