Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 17
ÖLD FRÁ FÆÐINGU GANDHIS
15
ræðuna. „Orð þessara bóka hittu
mig í hjartastað,“ skrifaði hann síð-
ar. „Ég fann til ósegjanlegrar gleði,
er ég las þessi orð: „En ég segi við
yður, að þér skuluð ekki launa illt
með illu. Slái einhver yður á hægri
kinnina, þá snú einnig hinni kinn-
inni að honum.“ Þann 11. júní 1891
lauk hann sínu brezka lögfræðiprófi
og lagði af stað til Indlands daginn
eftir.
En næsta heimili Gandhi varð
reyndar í Suður-Afríku, en ekki í
Indlandi. Verzlunarfyrirtæki eitt í
eigu Múhameðstrúarmanna, sem
átti í málaferlum í þessu Gósenlandi,
sem þúsundir Indverja höfðu nú
flutzt til, réð Gandhi til þess að
halda til Suður-Afríku lögfræðing-
um fyrirtækisins tjl aðstoðar.
Gandhi tók þessu tilboði fegins
hendi. Hann steig á land í Durban
og keypti járnbrautarfarmiða fyrsta
farrýmis til Jóhannesarborgar. En
fokvondur, hvítur farþegi, sem
steig upp í lestina í Maritzburg,
neitaði að deila klefa með asískum
„burðarþræl“, vesælum „eoolie", en
það var uppnefni fýrir indverska
verkamenn í Suður-Afríku. Gandhi
var neyddur til þess að yfirgefa
lestina og taka farangurinn með
sér. Og hann varð að hírast í kulda
alla nóttina í óupphituðum biðsal
j árnbrautarstöðvar einnar.
Mörgum árum síðar lýsti hann
því, hversu djúp áhrif auðmýkjandi
reynsla þessarar nætur hefði haft
á hann. Hann sagði, að sú reynsla
hefði orðið afdrifaríkust í lífi hans.
„Mín virka, ofbeldislausa mótspyrna
hófst á þeirri nóttu,“ sagði hann.
Markmið Gandhi varð upp frá
þeirri stundu ekki fólgið í því að
hefna, heldur að breyta ríkjandi
aðstæð.um . . . . á friðsamlegan hátt.
Hann hvatti samlanda sína til þess
að breyta sjáKum sér: Hann sagði,
að þeir skyldu verða áreiðanlegri í
viðskiptum og að þeir skyldu læra
ensku og reyna að gleyma öllum
mannamun, sem mismunandi þjóð-
félagsstéttir og trúarbrögð valda.
Hann hjálpaði til þess að koma á
laggirnar góðgerðarstofnun fyrir
Indverja í Suður-Afríku. Og í stríð-
inu milli Stóra-Bretlands og Búanna
í Suður-Afríku (Búastríðinu 1899—
1902) stofnaði hann sjúkralið 1100
indverskra sjálfboðaliða. Fyrir það
framlag hans veittu Bretar honum
suður-afríska heiðursmerki drottn-
ingarinnar.
Hann var nú líka tekinn að skipu-
leggja sitt eigið líf á vissan hátt og
temja sér sérstaka lífshætti. Hann
dró sem mest úr hvers kyns eyðslu
og uppfyllti nú aðeins hinar allra
nauðsynlegustu þarfir sínar. Hann
tók að sér að, veita börnum sínum
fræðslu sjálfur. (Samkvæmt strang-
trúarlegum reglum Hindúatrúar-
innar, reglum, sem hann tjáði sig
síðar mjög andvígan, hafði hann
verið giftur barnungri telpu ríks
kaupmanns, þegar hann var aðeins
13 ára að aldri). Hann keypti búgarð
nálægt Durban, og þar stofnaði hann
eins konar samyrkjubú ásamt
nokkrum öðrum Indverjum, sem
voru sama sinnis og hann. Þegnar
þessa litla samfélags deildu vinn-
unni á milli sín, og þar ríkti strang-
ur agi.
„Satyagraha“ leit dagsins ljós
skömmu síðar. Það var árið 1907, að