Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 21

Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 21
ÖLD FRÁ FÆÐINGU GANDHÍS 19 Gandhi var reyndar í fangelsi um þessar mundir, en samt hóf hann þar „föstu allt til dauða“. Þrettán dögum síðar rauf hann svo föstuna. Þá var hann orðinn máttfarinn og grindhoraður. Allir aðiljar höfðu þá samþykkt málamiðlun. Nú settust Hindúar og stéttleysingjar að borð- haldi saman, líklega í fyrsta skipti á mörgum öldum. Einn Indverji skrifaði á eftirfarandi hátt um þessa þjóðfélagsbreytingu: „Hafi nokkur einstakur verknaður orðið til þess að rjúfa einangrun stéttleysingjanna og brjóta á bak aftur kenningarnar um stéttleysi þessa fólks, þá var það þessi fasta.“ En annað risavandamál Indlands var enn erfiðara viðureignar, þ.e. hin langvinna andúð, sem ríkt hafði milli Hindúa og Múhameðstrúar- manna. Gandhi hélt því fram, að Hindúar og Múhameðstrúarmenn yrðu að starfa og búa saman sem ein þjóð í frjálsu Indlandi. En var slík eining í raun og veru möguleg? Enginn veit það með vissu. Það var um að ræða ýmsa herskáa menn, bæði í röðum Hindúa og Múham- eðstrúarmanna, sem óskuðu þess heitt, að Indlandi yrði skipt í tvö ríki. Og Mahamed Ali Jinnah, hinn ósveigjanlegi forseti Múhameðs- trúarmannasambandsins, var á þeirri skoðun, að einnig væri óhugsandi. Og honum varð ekki hvikað. Hann sagði, að það yrði að mynda Múhameðstrúarríki úr hluta Indlands, og skyldi það heita Pa- kistan og verða ættjörð hvers þess Múhameðstrúarmanns, sem kysi að flytjast þangað. Sumarið 1946 lýsti Jinnah yfir „Baráttudegi" í Bengal til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar. í stórborginni Kalkútta upp- hófst ægilegt blóðbað. Þúsundum manna var slátrað í hinni yfirfullu borg. Hinn friðsami, ofbeldislausi Indverji var orðinn að goðsögn í þessum hræðilega ágústmánuði. Og brátt bárust fréttir frá Noak- hali í Bengalfylki um hræðilegar hefndaraðgerðir. Gandhi var nú 77 ára að aldri og bjó í hverfi stéttleys- ingjanna í Delhi. Hann hélt strax burt frá höfuðborginni og lagði af stað til sjálfrar púðurtunnunnar, Noakhali. Indverskur fréttamaður skrifaði á þessa leið um þessi við- brögð Gandhi: „Þetta er göfugasti kaflinn í hinni göfugu bók Gandhi“. Gandhi sló upp tjaldbúðum sínum á svæði, þar sem 80% íbúanna voru Múhameðstrúar og flestir andstæð- ir honum og fjandsamlegir, á svæði, þar sem hópar stjórnlausra ofstæk- ismanna flæktist um sveitirnar. Hann neitaði öllum boðum um lög- regluvernd og hafði ekkert aðstoð- arfólk sér til hjálpar nema einn túlk og einn ritara." Hann gekk ber- fættur 116 mílna leið á þessum slóð- um í því markmiði að róa íbúana. Hann dvaldi þar 4 mánuði, og ólg- una lægði um hríð. „LJÓSIÐ HEFUR SLOKKNAÐ" Hinn dýrlegi sjálfstæðisdagur Indlands rann svo upp þ. 15 ágúst árið 1947. Fyrir Mahatma Gandhi var þetta dagur sigurs og ósigurs í senn. Indland var frjálst, en samt hafði verið framkvæmdur á því „líkskurður", eins og hann komst að orði. Því hafði verið skipt í tvö ríki, Indland og Pakistan. Aragrúi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.