Úrval - 01.11.1969, Side 22
2Ö
ÚRVAL
Múhameðstrúarmanna tók sig upp
og hélt í vesturátt til hins nýja
Pakistan, og Hindúar fluttu þess í
stað austur til hins nýja indverska
ríkis. Og hópunum, sem voru að
skipta um ættjörð, lenti saman í
Punjabfylki. Hundruð þúsunda
manna féllu í einum mestu fjölda-
drápum mannkynssögunnar. Beng-
alfylki hafði einnig verið skipt, og
skyldi hluti þess tilheyra Pakistan
(þ.e. Austur-Pakistan). En þar
skarst Gandhi í leikinn og kom í
veg fyrir- sams konar hryllilega at-
burði. Afskipti hans nægðu til að
fyrirbyggja slíkt.
Nú hófust óeirðir í Kalkútta. Og
þá hóf Gandhi föstu og ætlaði að
halda henni áfram, þangað til óeirð-
irnar hættu. Eftir 4 daga föstu gengu
35 misindismenn á fund Gandhi,
báðust náðar og fyrirgefningar fyr-
ir morð þau, sem þeir höfðu framið,
og grátbáðu hann um að binda endi
á föstuna. Náinn samstarfsmaður
hans, Manubehn Gandhi að nafni,
skrifaði á þessa leið um atburð
þennan: „Það er ómögulegt að lýsa
þessari dásamlegu sjón í orðum.
Þetta var lifandi dæmi um þann
sigur, sem veikbyggð mannleg
vera hafði verið fær um að vinna
með hjálp kærleikans.“ Leiðtogar
Hindúa, Eikha og Múhameðstrúar-
manna, sem komu saman við sjúkra-
beð hans, lofuðu að binda endi á
drápin. Og þeir héldu það loforð
dyggilega.
í byrjun janúar árið 1948 hóf
Gandhi enn eina föstu. Hann gerði
það í þeim tilgangi að koma aftur
á vinsamlegum samskiptum Mú-
hameðstrúarmanna og Hindúa í
Delhi, þar sem allt logaði í óeirðum.
Hann neyddi einnig ríkisstjórn Ja-
waharlal Nehru forsætisráðherra að.
standa við skuldbindingar sínar um
að greiða Pakistan 550 milljónir
rupee, þ.e. hluta Pakistan af sjóð-
um hins gamla, óskipta Indlands.
Indverska stjórnin og þjóðin vildi
helzt losna undan þeirri kvöð. Skipt-
ing landsins í tvö ríki ól af sér
hatur á báða bóga, og varð þetta til
þess, að mikil átök hófust um hið
umdeilda hérað, Kashmir. Héldu
þau lengi áfram og urðu til þess að
eitra samskipti ríkjanna tveggja.
Gandhi hélt samt fast við þá kröfu,
að Pakistan fengi hluta af sjóðum
gamla Indlands, og indverska stjórn-
in lét loks undan. Nokkrum dögum
síðar var honum tilkynnt, að farið
væri þegar að draga úr ofbeldi og
blóðsúthellingum. Og hann rauf því
föstu sína með því að neyta vökva.
Klukkan 4.30 þ. 30. janúar borðaði
Gandhi kvöldverð sinn og gekk út
í garðinn, en þar ætlaði hann að
venju að eiga bænastund með hópi
manna. Ungur Indverji ruddist
gegnum mannþröngina, hneigði sig
djúpt fyrir Gandhi með lófana sam-
an, líkt og hann vildi sýna honum
djúpa virðingu, og skaut svo þrem
skotum að honum úr sjálfvirkri
skammbyssu. Gandhi hneig niður og
stundi: „Hai Ram! Hai Ram!“ (Ó,
Guð! Ó, Guð!) Hann var borinn inn
í húsið, og þar dó hann, fórnardýr
ofsafengis hóps Hindúa, sem álitu,
að hann væri of vinveittur Múham-
eðstrúarmönnum. „Ljósið í lífi okk-
ar hefur slokknað," sagði Nehru
sorgmæddri röddu við indversku