Úrval - 01.11.1969, Síða 22

Úrval - 01.11.1969, Síða 22
2Ö ÚRVAL Múhameðstrúarmanna tók sig upp og hélt í vesturátt til hins nýja Pakistan, og Hindúar fluttu þess í stað austur til hins nýja indverska ríkis. Og hópunum, sem voru að skipta um ættjörð, lenti saman í Punjabfylki. Hundruð þúsunda manna féllu í einum mestu fjölda- drápum mannkynssögunnar. Beng- alfylki hafði einnig verið skipt, og skyldi hluti þess tilheyra Pakistan (þ.e. Austur-Pakistan). En þar skarst Gandhi í leikinn og kom í veg fyrir- sams konar hryllilega at- burði. Afskipti hans nægðu til að fyrirbyggja slíkt. Nú hófust óeirðir í Kalkútta. Og þá hóf Gandhi föstu og ætlaði að halda henni áfram, þangað til óeirð- irnar hættu. Eftir 4 daga föstu gengu 35 misindismenn á fund Gandhi, báðust náðar og fyrirgefningar fyr- ir morð þau, sem þeir höfðu framið, og grátbáðu hann um að binda endi á föstuna. Náinn samstarfsmaður hans, Manubehn Gandhi að nafni, skrifaði á þessa leið um atburð þennan: „Það er ómögulegt að lýsa þessari dásamlegu sjón í orðum. Þetta var lifandi dæmi um þann sigur, sem veikbyggð mannleg vera hafði verið fær um að vinna með hjálp kærleikans.“ Leiðtogar Hindúa, Eikha og Múhameðstrúar- manna, sem komu saman við sjúkra- beð hans, lofuðu að binda endi á drápin. Og þeir héldu það loforð dyggilega. í byrjun janúar árið 1948 hóf Gandhi enn eina föstu. Hann gerði það í þeim tilgangi að koma aftur á vinsamlegum samskiptum Mú- hameðstrúarmanna og Hindúa í Delhi, þar sem allt logaði í óeirðum. Hann neyddi einnig ríkisstjórn Ja- waharlal Nehru forsætisráðherra að. standa við skuldbindingar sínar um að greiða Pakistan 550 milljónir rupee, þ.e. hluta Pakistan af sjóð- um hins gamla, óskipta Indlands. Indverska stjórnin og þjóðin vildi helzt losna undan þeirri kvöð. Skipt- ing landsins í tvö ríki ól af sér hatur á báða bóga, og varð þetta til þess, að mikil átök hófust um hið umdeilda hérað, Kashmir. Héldu þau lengi áfram og urðu til þess að eitra samskipti ríkjanna tveggja. Gandhi hélt samt fast við þá kröfu, að Pakistan fengi hluta af sjóðum gamla Indlands, og indverska stjórn- in lét loks undan. Nokkrum dögum síðar var honum tilkynnt, að farið væri þegar að draga úr ofbeldi og blóðsúthellingum. Og hann rauf því föstu sína með því að neyta vökva. Klukkan 4.30 þ. 30. janúar borðaði Gandhi kvöldverð sinn og gekk út í garðinn, en þar ætlaði hann að venju að eiga bænastund með hópi manna. Ungur Indverji ruddist gegnum mannþröngina, hneigði sig djúpt fyrir Gandhi með lófana sam- an, líkt og hann vildi sýna honum djúpa virðingu, og skaut svo þrem skotum að honum úr sjálfvirkri skammbyssu. Gandhi hneig niður og stundi: „Hai Ram! Hai Ram!“ (Ó, Guð! Ó, Guð!) Hann var borinn inn í húsið, og þar dó hann, fórnardýr ofsafengis hóps Hindúa, sem álitu, að hann væri of vinveittur Múham- eðstrúarmönnum. „Ljósið í lífi okk- ar hefur slokknað," sagði Nehru sorgmæddri röddu við indversku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.