Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 25
LITTU I SPEGIL, HVITI MAÐUR
23
Og það er helzt ekki um það tal-
að, að í dansi og leikjum hinna inn-
fæddu er hinum hvíta manni oft
lýst sem fífli og dregið dár að sér-
kennum hans. En það sem ekki
verður dulið, er það, hvernig Evr-
ópumaðurinn endurspeglast í mynd-
list hinna innfæddu.
Þegar við skoðum þess-
ar myndir og sjáum,
hve skarpskyggni hins
óspillta náttúrubarns
er mikil, hljótum við
að blygðast okkur. Það
er furðulegt hvað þeir
eru fundvísir á veik-
leika okkar og sérkenni
og á hve áhrifaríkan
hátt þeir túlka það í
list sinni, sem oft er svo
ýkt, að hún nálgast
skopstælingu.
Listamaðurinn leggur
ekki áherzlu á að fá
fyrst og fremst fram
það, sem við köllum
hina nákvæmu eftirlík-
ingu, byggingarlag,
fjarvídd, stærðarhlut-
föll og annað þess hátt-
ar. Viðleitni hans geng-
ur mest út á það að lýsa
því, sem í hans augum
eru aðalsérkenni hvíta
mannsins. Þess vegna
sjáum við, að hlutir
eins og stólar, reiðhjól,
hitabeltishjálmar, ein-
glvrni og gleraugu, sem
okkur finnst sjálfsagðir
hlutir, eru framandi í
augum hans og hann
setur þá í samband við
hinn óþekkta, fjarlæga heim. Það
er því ekki að undra, að víða gæti
misskilnings, en einmitt það gefur
okkur bendingu um, hvernig menn-
ing Vesturlanda endurspeglast í
meðvitund hinna frumstæðu þjóða.
Þegar hvítir menn komust fyrst í