Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 27
LÍTTU í SPEGIL, HVÍTI MAÐUR 25
Trémynd cif Evrópukonu, gerð á
Madagaskar.
hafa engar bókmenntir, verðum viS
eingöngu að styðjast við myndlist
þeirra, þar sem þeir lýsa hvítum
mönnum og menningu þeirra.
Til þess að svara þessari spurn-
ingu verðum við að bregða okkur
andartak frá Evrópu og reyna að
skilja, að á bak við hina frumstæðu
list er hugmyndaheimur, sem er
gjörólíkur okkar hugmyndaheimi.
Það er í rauninni alveg út í bláinn
að bera saman vestræna og frum-
stæða list.
Sem dæmi um það má nefna, að
einu sinni málaði listamaður frá
Evrópu mynd af manni frá Nýja-
Sjálandi og spurði hann svo hvort
myndin væri af honum. ,,Nei,“ sagði
Nýsjálendingurinn og tók pappírs-
blað og teiknaði ,,Tattoverings“-
merki sitt á blaðið og sagði: „Þetta
er ég.“
Það er ekki hægt að skilja í sund-
ur þá frumstæðu list og þá menn-
ingu, sem hún er sprottin upp af.
Listin er alltaf nátengd því þjóð-
skipulagi, sem hún býr við; stíll
listaverksins og tilfinningar lista-
mannsins mótast óhjákvæmilega af
því, enda sjáum við, að form þau,
sem frumstæðir listamenn velja
verkum sínum, eru breytingum
tímans undirorpin. Hugmyndaheim-
ur hins frumstæða listamanns er
margbreytilegur og hugsanagangur
hans er byggður á allt öðrum for-
sendum en okkar.
Lítið dæmi nægir til að skýra
þetta:
Ástralíunegri að nafni Neckberry
var skírður um af kaþólskum presti
og gefið nafnið Charlie. Á föstudag-
inn langa heimsótti svo presturinn
Charlie, sem þá var nýskírður, og
sá, að hann var að háma í sig steikt
kengúrukjöt. Presturinn minnti
hann á, að kirkjan bannaði kjötát