Úrval - 01.11.1969, Side 36
34
ÚRVAL
að síðan 1962 í náiega öllum íönd-
um Evrópu, hefur dauðsföllum af
völdum hjartasjúkdóma og krabba-
meins fjölgað bæði í Bandaríkjun-
um og flestum löndum Evrópu. —
Undantekningarnar eru Frakkland,
Júgóslavía, Ungverjaland og Aust-
urríki, en þar hefur dauðsföllum af
völdum hjarta- og æðasjúkdóma
fækkað. ísland og Rúmenía eru
einu löndin þar sem krabbamein er
á undanhaldi.
í þeim löndum, sem skýrslurnar
taka til, eru hjarta- og æðasjúkdóm-
ar langalgengasta dánarorsökin. —
Bandaríkin eru efst á blaði, en þar
eru 54,3 prósent dauðsfallanna af
völdum þessara sjúkdóma. Næst
kemur Finnland með 54 prósent. Á
öðrum Norðurlöndum er hlutfallið
sem hér segir: Danmörk 52,3 pró-
esnt, ísland 43,9 prósent, Noregur
50,1 prósent og Svíþjóð 52,4 pró-
sent. Lægsta hundraðstalan er í
Júgóslavíu, 29,9 prósent. Sé litið á
hlutfallið milli karla og kvenna,
kemur í ljós, að hlutfallslega fleiri
konur en karlar deyja af hjarta- og
æðasjúkdómum í öllum löndunum
nema íslandi.
FLEIRI KARLAR EN KONUR
DEYJA ÚR KRABBAMEINI
Illkynjuð æxli — sem taka til
allra hinna sundurleitu tegunda
krabbameins —■ eru næstalgengasta
dánarorsökin í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Hæsta dánartala af völd-
um krabbameins er í Hollandi (23,1
prósent af öllum dauðsföllum), en
sú lægsta í Portúgal (10,6 prósent).
í öllum löndunum er krabbamein
algengasta dánarorsökin í aldurs-
flokkunum 45 til 54 ára. Undantekn-
ingar eru ísland, Finnland, Frakk-
land og Sviss þar sem þetta á við
um aldursflokkana 55 til 65 ára.
Hlutfallslega deyja fleiri karlar
en konur af völdum krabbameins.
Undantekningar eru Danmörk, ís-
land, Noregur, Svíþjóð, Bandarík-
in, Vestur-Þýzkaland, Pólland og
Portúgal.
„World Health Statistics Annual“
hefur líka að geyma upplýsingar um
dánartöluna með tilliti til hinna
ýmsu tegunda krabbameins. f 15
löndum er magakrabbi efst á blaði.
f öðrum löndum (Danmörk, Finn-
land, Bandaríkin, Belgía, Grikk-
land, Holland, England, Skotland
og Norður-írland) er krabbi í barka,
lungnapípum og lungum algengasta
dánarorsökin af völdum krabba-
meins.
DAUÐSFÖLLUM AF
VÖLDUM UMFERÐARSLYSA
FJÖLGAR STÖÐUGT
Slys, eitranir og ofbeldi eru einn-
ig algengar dánarorsakir. Hlutfalls-
talan sveiflast milli 3,3 prósenta af
öllum dauðsföllum í írlandi og 9,8
prósenta á íslandi. Slys eru hlut-
fallslega algengasta dánarorsökin í
aldursflokkunum 15 til 24 ára.
Dauðsföll af völdum slysa eru al-
gengust í sambandi við notkun vél-
knúinna ökutækja. Einustu undan-
tekningar eru Noregur og Ung-
verjaland, þar sem algengustu
dauðaslysin eru hröp.
Samanborið við árið 1962 hefur
orðið furðulega mikil aukning á
dauðsföllum af völdum umferðar-
slysa, og á það jafnt við um Evrópu