Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
vaxið, er hann vann að risaeld-
flaugum, sem gerðu það kleift að
fara til tunglsins.
Hann bætir við: „Mönnuðu geim-
ferðirnar eru stórkostlegt afrek, en
hingað til hafa þær aðeins lokið
upp smáljóra út í stórkostlegan him-
ingeiminn. Það, sem við fáum að
sjá af óendanlegum leyndardómum
himingeimsins í gegnum þessa
gluggarifu, staðfestir vissuna um,
að til sé skapari.“
I lok annarrar heimsstyrjaldar-
innar var von Braun einn af þeim,
sem hafði lykilaðstöðu í eldflauga-
áætluninni, sem Hitler beitti síð-
ustu kröftum Þýzkalands að. Von
Braun var aðeins 22ja ára, þegar
honum tókst að gjöra fyrstu eld-
flaugatilraun sína, sem bar góðan
árangur og veitti honum doktors-
nafnbót í eðlisfræði við háskólann
í Berlín.
KYNNTIST BANDARÍSKU
KRISTNILÍFI
Von Braun skýrir svo frá, að þeg-
ar nálgazt hafi hrun veldis Hitlers,
hafi sér farið að verða ljós nauð-
syn siðferðilegrar afstöðu og mats
á efnisheiminum. Hann og félagar
hans í eldflaugatilraunastöðinni í
Peenemiinde vissu, að þeir voru
með stórkostlegt vopn í höndum.
Herir Bandamanna sóttu æ lengra
inn í Þýzkaland, og eldflaugasér-
fræðingar Hitlers ræddu það sín á
milli við og við, í hendur hverra
þeir ættu að afhenda vopn sín og
þekkingu. Eftir kynnin af einræði
Hitlers, var Stalín ekkert sérstak-
leea tælandi aðili. Von Braun hafði
tekið afstöðu sína. Hann reyndi að
komast til Bandaríkjanna. Það leið
ekki á löngu, unz hann og starfs-
hópur hans vann að nýjum eld-
flaugatilraunum í E1 Paso í Texas.
Von Braun gerði aðra óvænta
uppgötvun í Bandaríkjunum: Hann
sá alls staðar starfsama kristna
söfnuði og einstaklinga. Hann sá
merki þess, sem hann hafði aldrei
kynnzt áður á nasistatímabilinu —
andlegt líf. Jafn nákvæmur vísinda-
maður og hann var, tók hann að
kynna sér kristnar bókmenntir.
GUÐ HEFUR GEFIÐ MANNINUM
FORVITNINA
„Sannleikurinn í boðskap Jesú
kom til mín eins og opinberun,“
segir von Braun.
Þessu lauk með því að þessi geim-
ferðarsérfræðingur og öll fjölskylda
hans, konan Maria Louise og börn
þeirra þrjú, komust öll yfir til trú-
ar og gerðust meðlimir í biskupa-
kirkjunni.
„Eg er ekki reglulegur kirkju-
gestur,“ segir von Braun. „Ég les
samt meira af trúarlegum ritum en
flestir þeirra, sem sækja kirkjur
reglulega. Eg hef þann sið, gð ég
les ávallt í Biblíu Gídeoníta, þegar
ég gisti einhvers staðar á gistihúsi
eða gististað — ég nota mikinn
tíma í ferðalög."
Von Braun er sannfærður um, að
geimrannsóknirnar séu í samræmi
við vilja guðs.
„Guð hefur skapað manninn með
eðlilegri forvitni. Hann ætlast til
þess, að vér notum þessa gjöf. Ef
það væri ekki tilgangur guðs með
oss, að vér rannsökum himingeim-
inn, er ég sannfærður um, að hann