Úrval - 01.11.1969, Page 45

Úrval - 01.11.1969, Page 45
ERU GEIMFERÐIR GUÐI ÞÓKNANLEGAR 43 hefði aldrei leyft oss að nota þá krafta til geimrannsókna, sem vér höfum nú yfir að ráða.“ ER ÉG Á RÉ'TTRI LEIÐ? Von Braun er sannfærður um, að til séu aðrar verur í himingeimn- um en mennirnir. Það er vel unnt að hugsa sér, að guð hafi sent son sinn til annarra heima með fagnað- arerindið. „Hins vegar er ekkert því til fyr- irstöðu, að fórnardauði Jesú hér á jörð gildi einnig fyrir aðrar skyn- semigæddar verur í himingeimn- um,“ segir hann. „Það, sem veltur mest á að skilja," heldur von Braun áfram, „er, að vér lifum hér á þessum hnetti, og boðskapurinn, sem Jesús kom með, er undursamlegur boð- skapur fyrir heim vorn.“ Þessi 57 ára geimferðasérfræð- ingur hefur hlotið 20 heiðursdokt- orsnafnbætur. Listinn yfir heiðurs- veitingar, sem hann hefur hlotið, nær yfir þrjár vélritaðar síður. — Hann segir: „Stundum lendi ég í efasemda- t'mabili. Ég spyr sjálfan mig: Er ég á réttri leið eða ekki? Þá kemst ég að raun um, hvílíkan styrk ég hlýt við það að biðja guð um hjálp og að taka á móti hjálpinni frá hon- um. Þörf mín fyrir hjálp guðs og handleiðslu hefur varið vaxandi með árunum." Spurningin um, hvað rétt sé og hvað sé rangt, er veigamikil fyrir von Braun. Hann trúir á ódauðleika sálarinnar, trúir á eilíft líf, annað hvort í samfélagi við guð eða í for- dæmingu. Trúna á það, að maðurinn hafi ódauðlega sál, rökstyður hann ekki aðeins með trúarlegum rökum heldur einnig vísindalegum. HIÐ ANDLEGA VEIGAMEIRA EN HIÐ VÍSINDALEGA „Vísindin hafa komizt að því, að ekkert hefur horfið gjörsamlega. Eyðing þekkist ekki í náttúrunni — heldur aðeins umbreyting. Fyrst guð notar þessa grundvallarreglu, er um er að ræða hið smæsta og veigaminnstu hluti himingeimsins, er þá ekki alveg rökrétt að gera ráð fyrir því, að hann noti einnig þessa reglu, þegar um er að ræða mesta snilldarverkið í sköpunar- verki hans -— sem sé mannssálina. Ég held, að hann gjöri það.“ „Tök okkar á því að komast af nú og í framtíðinni velta meira á andlegum hlutum en vísindalegum þáttum. Mennirnir reyna að sigra náttúruöflin umhverfis sig með vís- indalegum aðferðum. Við vitum, að si'íurinn vinnst fyrir Jesúm Krist." Þannig komst Werner von Braun að orði, meðan eldflaugin bar menn- ina út í geiminn og heim aftur á lengstu og stórkostlegustu könnun- arferð sögunnar. (Þýtt og endursagt úr „Kristeligt Dagblad").
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.