Úrval - 01.11.1969, Síða 45
ERU GEIMFERÐIR GUÐI ÞÓKNANLEGAR
43
hefði aldrei leyft oss að nota þá
krafta til geimrannsókna, sem vér
höfum nú yfir að ráða.“
ER ÉG Á RÉ'TTRI LEIÐ?
Von Braun er sannfærður um, að
til séu aðrar verur í himingeimn-
um en mennirnir. Það er vel unnt
að hugsa sér, að guð hafi sent son
sinn til annarra heima með fagnað-
arerindið.
„Hins vegar er ekkert því til fyr-
irstöðu, að fórnardauði Jesú hér á
jörð gildi einnig fyrir aðrar skyn-
semigæddar verur í himingeimn-
um,“ segir hann.
„Það, sem veltur mest á að
skilja," heldur von Braun áfram,
„er, að vér lifum hér á þessum
hnetti, og boðskapurinn, sem Jesús
kom með, er undursamlegur boð-
skapur fyrir heim vorn.“
Þessi 57 ára geimferðasérfræð-
ingur hefur hlotið 20 heiðursdokt-
orsnafnbætur. Listinn yfir heiðurs-
veitingar, sem hann hefur hlotið,
nær yfir þrjár vélritaðar síður. —
Hann segir:
„Stundum lendi ég í efasemda-
t'mabili. Ég spyr sjálfan mig: Er
ég á réttri leið eða ekki? Þá kemst
ég að raun um, hvílíkan styrk ég
hlýt við það að biðja guð um hjálp
og að taka á móti hjálpinni frá hon-
um. Þörf mín fyrir hjálp guðs og
handleiðslu hefur varið vaxandi
með árunum."
Spurningin um, hvað rétt sé og
hvað sé rangt, er veigamikil fyrir
von Braun. Hann trúir á ódauðleika
sálarinnar, trúir á eilíft líf, annað
hvort í samfélagi við guð eða í for-
dæmingu. Trúna á það, að maðurinn
hafi ódauðlega sál, rökstyður hann
ekki aðeins með trúarlegum rökum
heldur einnig vísindalegum.
HIÐ ANDLEGA VEIGAMEIRA
EN HIÐ VÍSINDALEGA
„Vísindin hafa komizt að því, að
ekkert hefur horfið gjörsamlega.
Eyðing þekkist ekki í náttúrunni
— heldur aðeins umbreyting. Fyrst
guð notar þessa grundvallarreglu,
er um er að ræða hið smæsta og
veigaminnstu hluti himingeimsins,
er þá ekki alveg rökrétt að gera
ráð fyrir því, að hann noti einnig
þessa reglu, þegar um er að ræða
mesta snilldarverkið í sköpunar-
verki hans -— sem sé mannssálina.
Ég held, að hann gjöri það.“
„Tök okkar á því að komast af
nú og í framtíðinni velta meira á
andlegum hlutum en vísindalegum
þáttum. Mennirnir reyna að sigra
náttúruöflin umhverfis sig með vís-
indalegum aðferðum. Við vitum, að
si'íurinn vinnst fyrir Jesúm Krist."
Þannig komst Werner von Braun
að orði, meðan eldflaugin bar menn-
ina út í geiminn og heim aftur á
lengstu og stórkostlegustu könnun-
arferð sögunnar.
(Þýtt og endursagt úr „Kristeligt
Dagblad").