Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 49
. . . VÉRZLUN með sjaldgæf heimilisdýr
47
inu. Iiann drap kött þarna í ná-
grenninu, særði hund illilega og
réðst svo á 11 mánaða gamalt barn,
áður en hann var drepinn.
Afl slíkra villtra heimilisdýra
vex hættulega mikið, þegar þau
verða fullvaxta, jafnvel þótt ekki
komi fram slíkar stökkbreytingar á
persónuleika þeirra og að ofan get-
ur. „Maður kaupir sætan, lítinn
tígrisunga," segir Stanley Creigh-
ton, meðeigandi dýragarðsins Wild
Acres í bænum Largo í Floridafylki.
„Og svo kemur að því, að hann er
orðinn um 12 fet á lengd. Það get-
ur verið, að dýrið sé ekki viðskota-
illt, en hvað ætli yrði um þig, ef
það stykki á þig í leik sínum?“ —-
Creighton talar af reynslunni. Hann
er með ör hálfa leið umhverfis háls-
inn. Það eru merki eftir klær ljóns,
sem leikur var í og vildi leika sér
við hann.
En þrátt fyrir þessar staðreyndir
eiga nú fleiri en 50000 Bandaríkja-
menn ýmis sjaldgæf dýr af katta-
ættinni. Og tala slíkra eigenda fer
sívaxandi. „Þetta er bara stöðu-
tákn,“ viðurkennir einn slíkur eig-
andi. „Maður er, sko, sannarlega
maður með mönnum, þegar maður
labbar niður eftir götunni með oce-
lot í bandi.“ En staðreyndir þessa
máls eru mjög ömurlegar að áliti
Rogers Caras, sem hefur rannsakað
afdrif dýra þessara. Um þetta far-
ast honum svo orð í grein einni í
dýraverndunarblaðinu „The Natio-
nal Humane Review“: „Af hverjum
10 ocelotum, sem fluttir eru til
Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-
Ameríku, deyja 7—8, áður en þeir
komast á einkaheimili.“
Margir innflytjendur slíkra dýra
flytja inn miklu fleiri dýr en þeir
geta vonazt eftir að selja, þar eð
þeir búast við því, að mikill hluti
þeirra muni deyja. Vinkona mín ein
sagði mér sögur af dýrainnflytjanda
einum, sem hún starfaði fyrir: —
„Hann keypti dýrin í slöttum, til
dæmis 25 köngullóarapa í einu. Og
þótt hann gæti aðeins selt nokkra
þeirra, þá græddi hann samt, því
að hann fékk þá svo ódýrt. „O, það
sér ekki högg á vatni, þar sem þess-
ir eru teknir,“ sagði hann bara, þeg-
ar dýrin hans dóu.“
Hvernig er svo dýra þessara afl-
að? Við skulum taka gibbonapann
sem dæmi. Innfæddi veiðimaðurinn
í Indónesíu veit, að hann getur að-
eins selt kornunga gibbonapaunga,
helzt unga, sem nærast enn á móð-
urmjólk. Því kveikir hann í frum-
skóginum ásamt aðstoðarmönnum
sínum til þess að svæla dýrin út úr
þykkninu. Og svo þegar apamóðir
kemur í ijós út úr reykhafinu fneð
ungann sinn í fanginu, sveiflandi
sér frá einni greininni yfir á aðra,
skýtur hann hana, en gætir þess að
særa ekki ungann.
Takist honum að hitta hana og
hafi unginn ekki meiðzt illilega í
fallinu niður úr trénu, losar hann
tak dauðu apynjunnar um litla
ungann og kastar honum niður í
strigapoka. Og það má teljast mik-
il heppni, ef unginn kemst svo lif-
andi til Bandaríkjanna. Áætlað er
af þeim, sem gleggst þekkja til, að
aðeins einn af hverjum átta mann-
öpum lifi af veiðar þessar og flutn-
inginn til Bandaríkjanna. —• Hvað
sumar fuglategundir snertir, lifir