Úrval - 01.11.1969, Side 51

Úrval - 01.11.1969, Side 51
. . . VERZLUN MEÐ SJALDGÆF HEIMILISDÝR 49 dádýrum, sem óttast ekki lengur mennina, er sleppt lausum, hefur það slíkar hættur í för með sér fyrir dýrin, að það má segja, að það jafngildi því að drepa þau. Slíkt hið sama gildir um langflest hitabeltisdýr. Og flestir meiri hátt- ar dýragarðar, hvort sem þeir eru reknir af opinberum aðiljum eða einkaaðiljum, neita að taka við heimilisdýrum fólks að gjöf. Það er ekki nægilegt rými í þeim til slíks, forstöðumenn þeirra eru hræddir við, að dýrin flytji með sér sjúk- dóma, og þar eru ekki aðstæður til þess að veita hverju dýri þá athygli og umönnun, sem mörg þeirra hafa lært að taka sem sjálfsögðum hlut. Það er nauðsynlegt að hefja öfl- uga baráttu til þess að binda endi á alla þessa grimmd og þjáningar. Og fyrsta þýðingarmikla skrefið væri löggjöf, sem bundið gæti enda á veiðar sjaldgæfra dýra í því augna- miði að selja þau sem gæludýr. — Ríkisstjórnir landa þeirra, sem mörg þessara dýra koma frá, virð- ast ekki vera færar um að ráða við veiðiþjófa þá, sem sjá dýraútflytj- endunum stöðugt fyrir nýjum fórn- ardýrum. Þeir menn, sem að dýra- vernd vinna, halda því fram, að nú sé komið að bandaríska þinginu að láta til skarar skríða, þar eð Banda- ríkjamenn séu helztu kaupendur slíkra dýra. Og nú hefur reyndar verið lagt fyrir Bandaríkjaþing lög- gjafarfrumvarp, sem kveður strang- lega á um innflutning og milliríkja- flutning allra þeirra villtu dýra, sem eru í hættu stödd vegna yfir- vofandi útrýmingar. En fulltrúar heimilisdýraverzlun- arinnar ráðast nú harkalega gegn lagafrumvarpi þessu. Og það má vel vera, að þeim takist að traðka það niður í svaðið, líkt og þeir gerðu í fyrra. Það er mjög líklegt, að svartur markaður myndaðist til þess að fullnægja eftirspurninni, ef slík dýraverndunarlög yrðu samþykkt. Sterkasta vopnið gegn þessari óhugnanlegu heimilisdýraverzlun er því efnahagslegs eðils. Ef það verð- ur ekki lengur unnt að græða á þessum viðskiptum, munu þau leggjast niður. John Walsh, fulltrúi fyrir Alþjóðlega dýraverndunarfé- lagið, kemst svo að orði um þetta atriði: „Við höfum mesta þörf fyrir uppfræðslu almennings á þessu sviði. Það þarf að skýra fólkinu frá því, hversu miklum erfiðleikum það er bundið að hafa þessi sjaldgæfu, framandi dýr sem heimilisdýr. Það þarf að fá það til þess að skynja þessa tilgangslausu grimmd og hættuna, sem tilveru hinna ýmsu dýrategunda er nú búin. Það ætti til dæmis að vera eins skammar- legt að hafa cheetah að heimilisdýri eins og að ganga í cheetah-loðkápu." Fyrrverandi eigandi heimilisdýra- verzlunar einnar kemst svo að orði um þetta mál: „Hinn svokallaði dýravinur ætti að spyrja sjálfan sig, hvort dýr kysi heldur að vera lokað inni í leiðigjörnu, einmana- legu málmbúri eða reikandi frjálst um ríki Móður Náttúru.“ Sé dýra- vinurinn gæddur raunverulegri mannúðarkennd, getur aðeins verið eitt svar við þeirri spurningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.