Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 52
iktoría kærði síg ekki
um að giftast- Hún
vildi ekki sjá Al-
bert, og það var þýð-
'Zifvmw
ingarlaust að reyna að
hafa áhrif á hana í þessu efni.
Hún skýrði Melbourne lávarði
frá þessari ákvörðun sinni á þann
hátt,,að það fór ekki á milli mála,
að henni var alvara. Og hún skýrði
frænda sínum, Leopold Belgíukon-
ungi, einnig bréflega frá þessari
ákvörðun sinni, en hann hafði alltaf
látið sér mjög annt um þessa
frænku sína. Alla sína ævi hafði
hún álitið það sjálfsagt mál, að hún
mundi einhvern tíma giftast Albert.
Ungfrú Lehzen, barnfóstra hennar,
hafði alltaf hamrað á því við telp-
una, að það ætti fyrir henni að
liggja. Henni hafði geðjazt að Al-
bert, er hún heimsótti Coburg barn
að aldri. Og þrem árum áður hafði
hún lýst hrifningu sinn á honum í
dagbók sinni. En þetta tilheyrði allt
þeim tíma, er hún var enn ekki
orðin drottning! Nú hafði hún verið
drottning Englands í tvö dýrleg ár,
og hún ætlaði sér sannarlega ekki
að afsala sér réttinum til þess að
láta til sín taka og stjórna og ríkja.
Nei, hún ætlaði sér ekki að afsala
sér þeim rétti með því að lofa að
„virða og hlýða“, hvaða maður sem
í hlut ætti!
Viktoría drottning var aðeins tví-
tug. Hún var hraust og kraftmikil
stúlka, gædd mjög miklum vilja-
styrk og ákafri sjálfstæðiskennd.
Hún var einlæg og heiðarleg. Hún
var aðlaðandi í útliti, fremur lág
Hún var heimskona og
elskaði gleðilíf Lundúna,
en hann hafði yndi af
sveitinni og ríki
náttúrunnar.
Ástamál
Viktoríu
drottningar
Eftir R. STERN
vexti og þybbin, með mjög ljósa
húð, roða í kinnum og blá augu, er
voru svolítið útstæð og því mjög
áberandi. Hún hafði ljóst hár og
yndislegar, smáar og fíngerðar
hendur, sem vöktu athygli manna
sakir fínleika síns. Þegar hún var
orðin miklu eldri, lýsti eijnhver
þeim sem „smáum, feitum, mjög
hæfum og skipandi höndum“. Hún
hafði yndi af að dansa, og dans
hennar og allar hreyfingar voru
þrungin miklum yndisleika. Hún
var furðulega virðuleg í framkomu,
50
— Great Lives —