Úrval - 01.11.1969, Side 54
52
ÚRVAL
í dagbók sína, að hann hefði „fagran
vöxt, með breiðar herðar og fallegt
mitti“. Hann hafði þunglyndisleg,
blá augu, fallegan munn og yndis-
legt nef eins og hún komst að orði
í dagbók sinni.
Hann kom á fimmtudegi ásamt
Ernest bróður sínum . Næsta sunnu-
dag skýrði hún Melbourne lávarði
frá því, að hún hefði „skipt um
skoðun varðandi giftingu“. Og þeg-
ar komið var fram á mánudag, hafði
hún ákveðið að giftast Albert. Og
á þriðjudegi boðaði hún hann á
sinn fund. Hún skýrði honum frá
ákvörðun sinni, er þau voru orðin
ein. í dagbók sína skrifaði hún lýs-
ingu á því, sem gerzt hafði. „Að
nokkrum mínútum liðnum sagði ég
við hann, að ég héldi, að hann hlyti
að gera sér grein fyrir því, hvers
vegna ég hefði óskað eftir því, að
þeir kæmu.... og að ég yrði mjög
hamingjusöm, ef hann yrði við ósk-
um mínum um að giftast mér.“
„Við föðmuðumst, og hann var svo
góður, svo ástúðlegur.“
Hún var ástfangin. Hann hafði
töfrandi framkomu, var góður og
indæll og reiðubúinn til þess að
gera það, sem hann hafði alltaf vit-
að, að búizt yrði við af honum, er
hann næði fullorðinsárum. Hann
hafði verið alinn upp í þeirri vitn-
eskju, að slíkt ætti fyrir honum að
liggja. Og því var nú brúðkaups-
dagurinn ákveðinn.
En hvorugt þeirra var hamingju-
samt þennan biðtíma. Og vansæld
þeirra jókst, eftir því sem leið nær
úrslitastundinni. Hún var altekin
ótta um, að hann mundi reyna að
ná einhverju af völdunum í sínar
hendur, þannig að hún yrði ekki í
raun og sannleika lengur stjórnandi
ríkis síns. Hún óttaðist einnig, að
hann mundi reyna að ná öllum yf-
irráðum í einkalífi þeirra. Hún
gerðist nú taugaóstyrk og uppstökk
og svo æst í skapi, að leitað var til
læknis. Hvað Albert sjálfan snerti,
þá var hann ósköp daufur og leiður
um þessar mundir. Hann hafði al-
drei haft neinn áhuga á konum.
Honum var meinilla við að verða
að yfirgefa Coburg, sem hann unni
svo heitt. Og honum stóð stuggur
af því að þurfa að setjast að í Eng-
landi, þar sem fólk og lífshættir
þess voru svo ólíkir öllu því, sem
hann unni svo heitt heima í Þýzka-
landi.
En ótti hennar gufaði algerlega
upp, er hún leit hann, klæddan
fallega einkennisbúningnum sínum.
Hann var reiðubúin að gera það,
sem vænzt var af honum. Og því
voru þau gefin saman með óvenju-
legum íburði og hátíðleika þ. 10.
febrúar árið 1840.
Aðstaða Alberts prins sem drottn-
ingarmanns var erfið. Það var í
raun og veru ekkert rúm fyrir hann
og engin þörf fyrir hann við ensku
hirðina nema í hlutverki hans sem
elskhugi Viktoríu drottningar. Hún
var ákveðin í því, að hann skyldi
ekki fá tækifæri til þess að hafa
nokkur afskipti af stjórnmálum.
Melbourne lávarður, sem henni
þótti mjög vænt um og hún mat
mikils, var forsætisráðherra og var
jafnframt því einkaritari hennar.
Og þau tvö vildu ekki, að neinn
annar hefði nokkur afskipti af rík-
isstjórnarstörfum þeirra. Og Lehzen