Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 55
ÁSTAMÁL VIKTORÍU DROTTNINGAR
53
barónessa, fyrrverandi barnfóstra
drottningarinnar, var ekki síður
ákveðin í því, að hann skyldi ekki
fá nein tækifæri til þess að stjórna
einkalífi Viktoríu drottningar. Hún
hafði eftirlit með öllu í höllinni,
smáu sem stóru, og hafði alltaf gert
það, frá því að drottningin var smá-
telpa. Og hún ætlaði vissulega ekki
að víkja um hársbreidd fyrir nein-
um. Hún vildi halda stöðu sinni og
völdum algerlega óskertum.
Það var einnig erfitt fyrir þau
bæði tvö að laga sig eftir óskum
hvors annars og taka tillit til þess,
sem hinu geðjaðist vel eða illa að.
Hún var heimskona hin mesta og
elskaði gleðilíf Lundúna. Það var
mesta unun hennar að dansa alla
nóttina. Hann hafði mikið yndi af
sveitinni og ríki Móður Náttúru.
Hann vildi helzt eyða kvöldunum á
kyrrlátan hátt, umkringdur vísinda-
og listamönnum, fara svo snemma
að hátta og rísa snemma úr rekkju.
Henni fannst, að maður ætti að
sýna breyskleika annarra umburð-
arlyndi, en hann var ekki á sama
máli. Henni fannst, að það væri
réttur hennar sem drottningar að
velja sjálf þá menn, sem áttu að
aðstoða hann og þjóna honum. Hann
var ekki á sama máli. En raunin
varð sú, að í fyrstu réð hún öllu
ásamt þeim Melbourne lávarði og
Lehzen barónessu.
En Albert var ekki veikgeðja
persóna. Hann var mjög mannleg-
ur í allri sinni breytni. Hann var
ekki gæddur neinni kímnigáfu, en
hann var mjög glaðvær, mesta
hermikráka, góður leikari og prýði-
legur skilmingamaður. Hann hafði
mikið dálæti á Móður Náttúru og
útilífi í faðmi hennar, einnig á tón-
list. Hann var gáfaður og tillitssam-
ur, trúrækinn og starfsamur og
mjög ástundunarsamur og dugleg-
ur nemandi, hvert svo sem náms-
efnið var. Hann hafði hlotið stór-
kostlega þjálfun til þess lífs, sem
ætlazt var til, að hann lifði. Og
hann hafði geysilega sterkan per-
sónuleika til að bera. Vilji hans var
eitilharður.
Albert mat nú vel og vandlega
allar aðstæður þessarar erfiðu af-
stöðu sinnar sem drottningarmanns
með hjálp Stockmars baróns, síns
gamla vinar og kennara, sem var
ætíð við hlið hans, kenndi honum
og leiðbeindi og hvatti hann vitur-
lega til þess að sækja fram og láta
til sín taka. Hann ákvað að reyna
að sætta sig sem bezt við allar að-
stæður. Hann ákvað að kynna sér
gaumgæfilega allt það, sem að ensk-
um stjórnmálum og stjórnmálabar-
áttu lyti, og alla þætti þessarar nýju
aðstöðu sinnar, þessa nýja lífs, sem
átti nú fyrir honum að liggja að
lifa. Hann ákvað sem sagt að verða
eins enskur í háttum og viðhorfi og
honum yrði frekast unnt. Og hann
tók til óspilltra málanna af sínu
stórkostlega viljaþreki.
Hann upplifði sinn fyrsta sigur
á þessu sviði, þegar hann sá um
stjórnmálalega samninga eftir
valdatöku Toryanna. Ríkisstjórn
Whiganna sagði af sér 1841, og Mel-
bourne lávarður neyddist til þess
að láta af sinni árhifamiklu stöðu
við hlið Viktoríu drottningar. Hún
fyrirleit Sir Robert Peel, sem tók
sæti hans, og neitaði að ræða við