Úrval - 01.11.1969, Side 56

Úrval - 01.11.1969, Side 56
54 ÚRVAL hann, nema það allra nauðsynleg- asta. Ástvinur hennar var ætíð við hlið hennar, svo að hún fór nú að ræða ríkisstjórnarmál við hann. Og hann var nú reiðubúinn, hafði skiln- ing og þekkingu á vandamálunum. Það leið því ekki á löngu, þangað til hann var orðinn einkaritari hennar. Það tók hann annað ár í viðbót að losa tak það, sem Lehzen barón- essa hafði á eiginkonu hans og öllu lífi þeirra. Nú höfðu þau eignazt frumburð sinn, Konunglegu prins- essuna, og brátt var Prinsinn af Wales líka á leiðinni. Viktoría elsk- aði nú Albert heitar en nokkru sinni áður, og tak Lehzen barón- essu á henni var nú sýnilega að linast. Og það kom óhjákvæmilega að þeim degi, að hin sárgrama bar- ónessa neyddist til að fara aftur heim til fæðingarborgar sinnar, Hannover. Nú var eiginkona Alberts hans.... algerlega hans. Er hann hafði nú unnið eiginkonu sína fullkomlega, tók hann til að koma skipan á alla óreiðuna á heimili þeirra í höllinni. Þar ein- kenndist allt, smátt sem stórt, af hinni mestu óhófseyðslu sem hugs- azt gat. Og skipulagið og stjórnin á heimilisrekstrinum var slíkt, að engin verk voru sómasamlega unn- in þrátt fyrir heilan her þjóna og alls konar aðstoðarfólks, enda var enginn maður ábyrgur fyrir nein- um vissum framkvæmdum. Albert var stórkostlega mikill skipuleggj- andi, og hann kom því brátt á lagg- irnar kerfi, sem var sannkölluð fyr- irmynd, hvað afköst, vinnugæði og hagkvæmni snerti. Viktoría var al- veg í sjöunda himni. Hennar ást- kæri Albert var jafnvel enn dásam- legri en hún hafði nokkurn tíma gert sér grein fyrir. Eftir þetta var auðvelt fyrir Al- bert að fá tækifæri til að taka stöð- ugt vaxandi þátt í að greiða úr hin- um ýmsu flækjum í málefnum brezka konungsveldisins. Og það var eðlilegt, að Viktoría leyfði hon- um að gera það. Hún hugsaði reynd- ar aldrei framar um að' „leyfa“ honum að gera eitt eða annað. Hún varð að hafa hann sér við hlið, og hún gat alls ekki án ráða hans ver- ið í einu og öllu! Hann var gegndarlaus uppspretta þekkingar og vizku, heiðarleika og gæzku. I hennar augum var hann allt, sem var dásamlegt í heimi hér. Og hún dáði hann og tilbað af öllu hjarta! Hún fór að hafa ánægju af útilífi í faðmi náttúrunnar. Nú fór henni að þykja gaman að eyða kyrr- látum kvöldum á heimili þeirra ásamt honum og lista- og vísinda- mönnum þeim, sem hann umgekkst Nú var það orðin henni sönn unun að stökkva fram úr rúminu snemma á morgnana til þess að fara með honum í morgungöngu. Og hún hlustaði áköf á hann, er hann kenndi henni að þekkja fuglana og trén, sem urðu á vegi þeirra. Þau höfðu bæði geysilegan áhuga á öllu því, er snerti lífi hinnar sívax- andi fjölskyldu þeirra og allra með- lima hennar. Og þau eyddu miklum tíma með börnum sínum. Þau keyptu sér óðal í Osborne á Whighteyju í Ermasundi til þess að fá að lifa kyrrlátara og einfaldara lífi en í Lundúnum. Og þau eyddu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.