Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
hann, nema það allra nauðsynleg-
asta. Ástvinur hennar var ætíð við
hlið hennar, svo að hún fór nú að
ræða ríkisstjórnarmál við hann. Og
hann var nú reiðubúinn, hafði skiln-
ing og þekkingu á vandamálunum.
Það leið því ekki á löngu, þangað
til hann var orðinn einkaritari
hennar.
Það tók hann annað ár í viðbót
að losa tak það, sem Lehzen barón-
essa hafði á eiginkonu hans og öllu
lífi þeirra. Nú höfðu þau eignazt
frumburð sinn, Konunglegu prins-
essuna, og brátt var Prinsinn af
Wales líka á leiðinni. Viktoría elsk-
aði nú Albert heitar en nokkru
sinni áður, og tak Lehzen barón-
essu á henni var nú sýnilega að
linast. Og það kom óhjákvæmilega
að þeim degi, að hin sárgrama bar-
ónessa neyddist til að fara aftur
heim til fæðingarborgar sinnar,
Hannover. Nú var eiginkona Alberts
hans.... algerlega hans.
Er hann hafði nú unnið eiginkonu
sína fullkomlega, tók hann til að
koma skipan á alla óreiðuna á
heimili þeirra í höllinni. Þar ein-
kenndist allt, smátt sem stórt, af
hinni mestu óhófseyðslu sem hugs-
azt gat. Og skipulagið og stjórnin á
heimilisrekstrinum var slíkt, að
engin verk voru sómasamlega unn-
in þrátt fyrir heilan her þjóna og
alls konar aðstoðarfólks, enda var
enginn maður ábyrgur fyrir nein-
um vissum framkvæmdum. Albert
var stórkostlega mikill skipuleggj-
andi, og hann kom því brátt á lagg-
irnar kerfi, sem var sannkölluð fyr-
irmynd, hvað afköst, vinnugæði og
hagkvæmni snerti. Viktoría var al-
veg í sjöunda himni. Hennar ást-
kæri Albert var jafnvel enn dásam-
legri en hún hafði nokkurn tíma
gert sér grein fyrir.
Eftir þetta var auðvelt fyrir Al-
bert að fá tækifæri til að taka stöð-
ugt vaxandi þátt í að greiða úr hin-
um ýmsu flækjum í málefnum
brezka konungsveldisins. Og það
var eðlilegt, að Viktoría leyfði hon-
um að gera það. Hún hugsaði reynd-
ar aldrei framar um að' „leyfa“
honum að gera eitt eða annað. Hún
varð að hafa hann sér við hlið, og
hún gat alls ekki án ráða hans ver-
ið í einu og öllu!
Hann var gegndarlaus uppspretta
þekkingar og vizku, heiðarleika og
gæzku. I hennar augum var hann
allt, sem var dásamlegt í heimi hér.
Og hún dáði hann og tilbað af öllu
hjarta! Hún fór að hafa ánægju af
útilífi í faðmi náttúrunnar. Nú fór
henni að þykja gaman að eyða kyrr-
látum kvöldum á heimili þeirra
ásamt honum og lista- og vísinda-
mönnum þeim, sem hann umgekkst
Nú var það orðin henni sönn unun
að stökkva fram úr rúminu snemma
á morgnana til þess að fara með
honum í morgungöngu. Og hún
hlustaði áköf á hann, er hann
kenndi henni að þekkja fuglana og
trén, sem urðu á vegi þeirra.
Þau höfðu bæði geysilegan áhuga
á öllu því, er snerti lífi hinnar sívax-
andi fjölskyldu þeirra og allra með-
lima hennar. Og þau eyddu miklum
tíma með börnum sínum.
Þau keyptu sér óðal í Osborne á
Whighteyju í Ermasundi til þess að
fá að lifa kyrrlátara og einfaldara
lífi en í Lundúnum. Og þau eyddu