Úrval - 01.11.1969, Page 63

Úrval - 01.11.1969, Page 63
Björgunin sem virtist óframkvæmanleg Eftir E. D. FALES um, að köllin hafi borizt frá norð- urhlið Stóra-Tetonfjalls.“ Tingey er fílsterkur, þótt hann sé lítill vexti. Hann virti hina dökku fjallatinda vandlega fyrir sér hvern af öðrum. Þjóðgarðsverðirnir í Stóra-Tetonþjóðgarðinum hafa bjargað mörgum fjallgöngumönnum úr ógöngum og lífshættu. En einn var sá staður, sem þeir vonuðu, að þeir þyrftu aldrei að leita til þeirra erinda. Og það var hin hræðilega norðurhlið Stóra-Tetonfjalls. Þegar fjallgöngumennirnir voru farnir, ók Tingey til staðar nokkurs, þar sem norðurhlið Stóra- Tetonfjalls blasti vel við honum. Hann tók að senda ljósmerki. Fáir fjallgöngumenn reyna til uppgöngu í norðurhlið fjalls þessa, og það mundi reynast mjög örðugt að finna nokkurn, sem kynni að vera þar uppi. í 30 mínút- ur samfleytt hélt hann áfram að senda ljósmerki sín. En hann gat ekki komið auga á neitt svarmerki, og því sneri hann aftur til kofa síns til þess að undirbúa leit í dög- un. BJARG, SEM SPLUNDRAÐIST Gaylord K. Campell, kallaður Gay, 26 ára að aldri, frá Mahopac í New Yorkfylki, og Lorraine Hough, kölluð Lorri, frá Sandwich í Illinois- fylki, höfðu kynnzt við Illinoishá- skóla. Hún var nýstúdent þar og mjög vinsæl, en hann hafði þegar tekið háskólapróf og lagði nú stund á framhaldsnám þar í stærðfræði. Campbell, sem er sterkur og hraust- ur, hafði stundað fjallgöngur í heil- an áratug. Hann var meðlimur í Alpaklúbbnum, frægu, frönsku fjall- göngumannafélagi, og hafði sigrazt á fjallatindum í Frakklandi, Ítalíu, Þýzkalandi og Mexíkó. Það var sameiginleg ást þeirra á útilífi í faðmi Móður Náttúru, sem hafði dregið þau hvort að öðru. Lorraine var smávaxin, en mjög dugleg. — Sumarið 1967 höfðu þau klifið sam- an margan fjallstindinn í kletta- fjöllunum, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Cambell ráðgerði nú að klífa hina stórkostlegu Norðurhlið Stóra-Tetonfjalls veturinn 1968. Ör- yggisreglur þjóðgarðsins kváðu svo á um, að fyrst yrði hann að klifra 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.