Úrval - 01.11.1969, Page 65

Úrval - 01.11.1969, Page 65
BJÖRGUNIN SEM VÍRTIST . . . . 63 sérstaklega langdrægan sjónauka. Og með hjálp hans grandskoðaði hann gervalla Norðurhliðina. — í fyrstu kom hann ekki auga á neitt óvenjulegt. En svo kom hann auga á tvær mannverur, þegar sólin hellti geislum sínum á tindinn og litaði hann rósrauðan. Önnur þeirra mjakaðist áfram á syllu einni, en hin sat kyrr þar rétt hjá. Hann virti mannverur þessar lengi fyrir sér, áður en hann varð þess fullviss, að þær þörfiiuðust hjálpar. Svo ók hann til stöðvar þjóðgarðsvarðanna og skýrði Doug MeLaren, varðstjór- anum á þessu þjóðgarðssvæði, frá þessu. Þeir skipulögðu í snatri 12 manna björgunarleiðangur upp í Norðurhlið. Einnig báðu þeir um þyrlu frá Casper. Þjóðgarðsverðirnir vissu, að tveir mjög færir fjallgöngumenn höfðu lagt af stað í fjallgöngu upp Stóra- Tetonfjall daginn áður og voru nú staddir á fjallinu. Það voru þeir Bob Irvine þjóðgarðsvörður og Leigh Ortenburger, fyrrverandi leiðsögumaður. En þeir höfðu ætl- að upp Suffurhliðina. Þeir höfðu tjaldað ofarlega í fjallinu og lagt þaðan af stað í dögun og náð fjalls- tindinum um hádegi. Þeir gátu séð a. m. k. 100 mílna vegalengd af tindinum, því að veðrið var dá- samlegt þennan dag. Þeir voru ný- lagðir af stað niður eftir, þegar Ortenburger spurði allt í einu: „Heyrðirðu nokkuð?“ Hann hafði heyrt lág köll berast til sín með vindinum. Þau líktust helzt neyðar- köllum. Þeir skriðu fram á syllubrún eina, þar sem þeir gátu séð beint niður eftir snarbrattri Norðurhlið- inni. Þegar klukkan var 10 míúnt- ur gengin í 3, hrópaði Irvine skyndi- lega: „Það eru tvær manneskjur þarna niðri!“ Syllan, sem þau Lorri og Gay voru á, var 900 fetum fyrir neðan mennina. Nú heyrði Lorri hróp Irvines og leit upp. Hún veif- aði sem óð væri og æpti: „Fótur brotinn á tveim stöðum!“ Orten- burger öskraði á móti: „Verið þið kyrr þar sem þið eruð- Við hjálp- um ykkur.“ í sama bili komu þeir Ortenburg- er og Irvine auga á þyrlu þar skammt frá. Flugmaðurinn átti augsýnilega erfitt með að halda flughæð sinni eða auka hana í þunnu fjallaloftinu. í þyrlunni var Pete Sinclair þjóðgarðsvörður. Hann bar kalllúður að munni sér og hrópaði: „Verið þið róleg! Við hjálpum ykkur. Veifið þið, ef þið heyrið til mín.“ Hávaðinn í þyrlu- spöðunum gerði það að verkum, að stúlkan heyrði ekki til hans. Og því veifaði hún ekki á móti. Þyrlan fjarlægðist nú aftur. Sinclair hafði brugðið ónotalega, er hann sá verks- ummerkin á syllunni. Manninum þar hafði blætt svo hræðilega, að það leit einna helzt út fyrir, að hann hefði þetta ekki af. Og stúlk- an virtist alveg að þrotum komin af þreytu eða ofsahræðslu. 1900 FET BEINT NIÐUR Þyrlunni var nú flogið nokkrar ferðir til Stóra-Tetonfjalls. Hún flutti Sinclair og leiðangursmenn- ina 11 til staðar eins í Suðurhlið, sem gerður var að aðalbækistöð björgunarleiðangursins. Nú kleif
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.