Úrval - 01.11.1969, Side 66
64
ÚRVAL
heill hópur upp Suðurhlið tii þeirra
Irvine og Ortenburger, sem staddir
voru nálægt tindinum. í hóp þess-
um voru þeir Tingey og Sinclair
auk Teds Wilson og Ricks Reese
þjóðgarðsvarða og Mike Ermaths
aðstoðarbrunavarðar. Þeir voru all-
ir þaulvanir björgunarstörfum í há-
fjöllum. Þeir Ortenburger og Irvine
höfðu getið sér þess til, að hjálp
mundi berast með þyrlunni, og því
biðu þeir kyrrir nálægt tindinum.
Þeir voru í 13100 feta hæð. Þeir
gengu á ská yfir hamra, sem virt-
ust að hruni komnir. Svo létu þeir
sig síga í kaðli 150 feta leið niður
hamrana, sneru að hömrunum,
spyrntu fótunum í þá og „gengu“
þannig niður hamrana. Þar stönz-
uðu þeir á smásyllu og létu sig svo
síga önnur 150 fet niður hamrana.
Klukkan 4 síðdegis lögðu svo björg-
unarmennirnir 7 af stað niður Norð-
urhlið í áttina til hinnar blóðidrifnu
syllu. Þeir urðu að fara sér mjög
hægt og sýna mikla varúð.
Nú hófst hið erfiða björgunar-
starf. Það tók fjóra menn fjórar
klukkustundir að ná til syllunnar
og koma stúlkunni þaðan til hjálp-
arflokks þar skammt frá. Sá hjálp-
arflokkur lagði síðan af stað með
hana niður til aðalbækistöðvar
björgunarleiðangursins, en björg-
unarmennirnir fjórir settu sig í
samband við aðalbækistöðina með
talstöð sinni og báðu um, að þeim
yrði sent morfín, sjúkrabörur úr
áli, fleiri kaðla og tvo stálvíra
með sigtunnu, sem hægt væri að
krækja fastri í klettana. Er því var
lokið, gátu þeir ekkert frekar að-
hafzt að sinni. Þeir urðu nú að
híma aðgerðariausir allt til dögun-
ar. Það fór illa um þá, en þeir
reyndu samt að blunda öðru hverju.
Reynt hafði verið að þyngja ekki
þyrluna að óþörfu,, og því höfðu
þeir enga svefnpoka og mjög litlar
vistir, aðeins nokkrar niðursuðu-
dósir og súkkulaðipakka.
Þeir Ortenburger, Irvine og Wil-
son bundu sig fasta við hamrana
og reyndu að sofna. Campbell gnísti
tönnum öðru hverju og stundi
þungan. Þeir gerðu sér grein fyrir
því, að þeim tækist aldrei að koma
honum á baki sér upp hamravegg-
inn. Brotni fóturinn gerði slíkt
ómögulegt. Þeir horfðu niður til
glitrandi jökulsins fyrir neðan, en
þangað yrðu þeir að láta slasaða
manninn síga. En þvílíkt sig! Það
voru um 1900 fet beint niður á við!
Snemma morguns heyrðist í þyrl-
unni að nýju. McLaren hallaði sér
út um opnar dyr hennar og kast-
aði morfíninu beint niður í kjöltu
Ortenburgers. Mennirnir fjórir, sem
flutt höfðu slösuðu stúlkuna burt,
létu sig nú síga niður til þeirra aft-
ur. Þeir voru með sjúkrabörur með
sér og einnig útbúnað til þess að
láta þær síga niður hamravegginn.
ÚT YFIR HAMRABRÚNINA
Sú spurning, sem brann nú á allra
vörum, var þessi: Hver átti að
fylgja Campbell niður hamravegg-
inn? Hann þurfti fylgdarmann til
þess að forða því, að sjúkrabörurn-
ar hölluðust eða hvolfdust alveg
eða skyllu harkalega utan í klett-
ana eða festust á syllu. Wilson
bauðst til þess að fara með honum.
Kaðall var reyrður tryggilega um