Úrval - 01.11.1969, Page 73
TARZAN: HETJAN ÓDAUÐLEGA
71
var síðan fóstraður af apaynju.
Hann dafnaði vel og varð alveg
stórkostlega stæðilegur, ungur mað-
ur. Hann var kallaður Tarzan af
villimannaflokki þar í
nágrenninu, en það þýð-
ir Hvítskinni.
Nokkrum árum síðar
er bandarískur prófess-
or þar á ferðalagi ásamt
yndisfagurri dóttur
sinni, Jane að nafni. —
Áhöfnin á skipi þeirra
skilur þau ein eftir í
frumskóginum. Tarzan
er nú orðinn konungur
apaflokksins. Og hann
bjargar þeim úr fjöl-
mörgum hættum. Þegar
Jane lagði af stað heim-
leiðis, elti Tarzan hana,
því að hann var orðinn
ástfanginn af henni. En
í sögulok virtist hann
hafa glatað henni í
hendur keppinautar síns
vegna misskilnings.
Tarzan fannst hann
ekki eiga annars úr-
kosta, ef hann vildi
ekki glata heiðri sínum. Sagan end-
ar á þessari forvitnilegu setningu:
„f næstu bók verður svo skýrt frá
því, hvað orsakaðist af þessari göf-
ugmannlegu sálsafneitun hans.“
Þetta er allt ósköp einfalt. En
samt var þessi fyrsta Tarzanbók
ekki aðeins þrungin grósku og dul-
úð frumskógarins heldur einkennd-
ist hún einnig af æsandi fífldirfsku
og afrekum. Tarzan og frumskóga-
lýsingar í bókinni eru ljóðrænar á
sinn frumstæða hátt, t. d. lýsingin
dýrin læðast og þjóta um síður bók-
arinnar, öskra og stökkva. Margar
lýsingar í bókinni eru Ijóðrænar á
sinn frumstæða hátt, t.d. lýsingin
á því, er hinn ungi Tarz-
an beygir sig niður að
yfirborði stöðuvatns
ásamt einum uppeldis-
bróður sínum af apa-
kyni til þess að skoða
spegilmynd sína: „Hina
þunnu munnrifu sína og
þessar vesældarlegu,
hvítu tennur“ við hlið
„stórfenglegra vara og
kröftugra vígtanna . . .
litla, mjóa nefið, sem
hann bar saman við hin-
ar fögru, flenntu nasir
félaga síns.“ Frum-
skógadrengurinn gerir
sér nú smám saman
grein fyrir því, að hann
er öðruvísi en aparnir,
sem hann elur aldur
sinn með. Og það er
sem þessi vitund hans
sé þrungin beiskju. Les-
endurnir fylltust sigur-
hrósi, þegar honum
tókst að ráða niðurlögum keppi-
nauta sinna með hjálp vitsmun-
anna og gerast konungur apa-
flokksins.
„All Story Magazine" keypti taf-
arlaust handrit Burroughs að „Tars-
an apabróður" og birti alla söguna
í októberheftinu árið 1912. Tveimur
árum síðar kom sagan svo út í bók-
arformi. Hún varð metsölubók. Það
seldust rúm milljón eintök af henni
fyrsta árið.