Úrval - 01.11.1969, Side 75
TARZAN: HETJAN ÓDAUÐLEGA
73
Tarzan með mynd þessari. Hann
var sjötti Tarzaninn í kvikmyndun-
um, og Tarzanmyndir hans urðu 12
talsins.
Nú höfðu talmyndirnar hafið
göngu sína, og því skyldi nú heyr-
ast fyrsta sinni hið stórfenglega
öskur Tarzans, er hann hrósar sigri.
Kvikmyndafélagið hafði mikið fyr-
ir því að búa til nógu ógnvekjandi
hljóð. Það voru gerðar hljóðupp-
tökur af urri hunds, hlátri hýenu,
sem leikinn var aftur á bak, háa
C-i sópransöngkonu, er leikið var
mjög hægt, og óblíðu stroki fiðlu-
bogans um strengi fiðlunnar. Þessu
var síðan öllu blandað saman, og
svo var Weissmuller sjálfur látinn
öskra ofan í alla þessa samsuðu.
Og þá loks var Tarzanöskrið tilbú-
ið. Og það leið ekki á löngu, þar til
drengir um gervöll Bandaríkin og
smám saman um gervalla veröld
voru teknir til að líkja eftir þessu
Tarzanöskri, beria sér á brjóst og
láta sig detta niður úr trjám.
Það, sem olli Burroughs ævilöng-
um vonbrigðum, var sú staðreynd,
að kvikmyndaframleiðendurnir
höfðu gerbreytt Tarzan þeim, sem
bækur hans fjölluðu um. Honum
gramdist það, að þessum gáfaða
apamanni skyldi breytt í stynjandi
vöðvafiall, sem vissi ekkert í sinn
haus. Orð þau, sem Johnny Weiss-
muller segir við Jane, er hann hitt-
ir hana fyrsta sinni: ,,feg Tarzan ...
þú Jane“, urðu geysilega vinsæl um
víða veröld og voru öpuð eftir við
öll möguleg og ómöguleg tækifæri.
En Tarzan sá, sem bækur Burroughs
fjalla um, talaði 27 tungumál og
sagði eitt sinn við Jane: „Eg hef
náð til þín yfir aldirnar, aftur úr
hinni óljósu og fjarlægu fortíð, úr
fylgsni frummannsins . . . til þess
að krefjast þín mér til handa.“ —
Börn Burroughs réðu nýlega kvik-
myndahandritahöfund í þjónustu
sína til þess að skrifa handrit að
þess konar kvikmynd, sem Burr-
oughs hafði alltaf vonað, að liti ein-
hvern tíma dagsins Ijós. Þau gera
þetta í heiðursskyni við minningu
föður síns. Þetta er saga um leit
manns að sjálfum sér, þeim manni,
sem hann hefur að geyma. Hand-
rit þetta verður síðan boðið helztu
kvikmyndafélögunum til kaups með
þeim skilmálum, að því verði ekki
breytt við myndatökuna.
Burroughs rauf aldrei þann gullna
orðastraum, sem er sagður hafa
fært honum 10 milljónir dollara í
aðra hönd. Hann var sjálfur hald-
inn ólæknandi ævintýraþrá. Og
hann hélt áfram að svala henni, eft-
ir að hann fluttist í 550 ekru bú-
garð í San Fernandodalnum í Kali-
forniu árið 1919. Joan dóttir hans
og synirnir Hulbert og John Cole-
man minnast þess, er þau hentust
fram úr rúminu í dögun og stukku
á bak gæðingum í trylltum elting-
arleik við föður sinn, sem gerðist
nú Tarzan á hestbaki. Það olli hon-
um líka geysilegrar ánægju, er
hann hafði tækifæri til þess að ger-
ast stríðsfréttaritari á Kyrrahafs-
svæðinu í síðari heimsstyrjöldinni.
Hann var aldursforsetinn í hópi
þeirra, 67 ára að aldri, og sendi
bardagafréttir þaðan til dagblaðs-
ins ,,Advertiser“ í Honululu. Hon-
um gafst nú tækifæri til þess að
lifa sjálfur um hríð þau ævintýri,