Úrval - 01.11.1969, Síða 75

Úrval - 01.11.1969, Síða 75
TARZAN: HETJAN ÓDAUÐLEGA 73 Tarzan með mynd þessari. Hann var sjötti Tarzaninn í kvikmyndun- um, og Tarzanmyndir hans urðu 12 talsins. Nú höfðu talmyndirnar hafið göngu sína, og því skyldi nú heyr- ast fyrsta sinni hið stórfenglega öskur Tarzans, er hann hrósar sigri. Kvikmyndafélagið hafði mikið fyr- ir því að búa til nógu ógnvekjandi hljóð. Það voru gerðar hljóðupp- tökur af urri hunds, hlátri hýenu, sem leikinn var aftur á bak, háa C-i sópransöngkonu, er leikið var mjög hægt, og óblíðu stroki fiðlu- bogans um strengi fiðlunnar. Þessu var síðan öllu blandað saman, og svo var Weissmuller sjálfur látinn öskra ofan í alla þessa samsuðu. Og þá loks var Tarzanöskrið tilbú- ið. Og það leið ekki á löngu, þar til drengir um gervöll Bandaríkin og smám saman um gervalla veröld voru teknir til að líkja eftir þessu Tarzanöskri, beria sér á brjóst og láta sig detta niður úr trjám. Það, sem olli Burroughs ævilöng- um vonbrigðum, var sú staðreynd, að kvikmyndaframleiðendurnir höfðu gerbreytt Tarzan þeim, sem bækur hans fjölluðu um. Honum gramdist það, að þessum gáfaða apamanni skyldi breytt í stynjandi vöðvafiall, sem vissi ekkert í sinn haus. Orð þau, sem Johnny Weiss- muller segir við Jane, er hann hitt- ir hana fyrsta sinni: ,,feg Tarzan ... þú Jane“, urðu geysilega vinsæl um víða veröld og voru öpuð eftir við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. En Tarzan sá, sem bækur Burroughs fjalla um, talaði 27 tungumál og sagði eitt sinn við Jane: „Eg hef náð til þín yfir aldirnar, aftur úr hinni óljósu og fjarlægu fortíð, úr fylgsni frummannsins . . . til þess að krefjast þín mér til handa.“ — Börn Burroughs réðu nýlega kvik- myndahandritahöfund í þjónustu sína til þess að skrifa handrit að þess konar kvikmynd, sem Burr- oughs hafði alltaf vonað, að liti ein- hvern tíma dagsins Ijós. Þau gera þetta í heiðursskyni við minningu föður síns. Þetta er saga um leit manns að sjálfum sér, þeim manni, sem hann hefur að geyma. Hand- rit þetta verður síðan boðið helztu kvikmyndafélögunum til kaups með þeim skilmálum, að því verði ekki breytt við myndatökuna. Burroughs rauf aldrei þann gullna orðastraum, sem er sagður hafa fært honum 10 milljónir dollara í aðra hönd. Hann var sjálfur hald- inn ólæknandi ævintýraþrá. Og hann hélt áfram að svala henni, eft- ir að hann fluttist í 550 ekru bú- garð í San Fernandodalnum í Kali- forniu árið 1919. Joan dóttir hans og synirnir Hulbert og John Cole- man minnast þess, er þau hentust fram úr rúminu í dögun og stukku á bak gæðingum í trylltum elting- arleik við föður sinn, sem gerðist nú Tarzan á hestbaki. Það olli hon- um líka geysilegrar ánægju, er hann hafði tækifæri til þess að ger- ast stríðsfréttaritari á Kyrrahafs- svæðinu í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var aldursforsetinn í hópi þeirra, 67 ára að aldri, og sendi bardagafréttir þaðan til dagblaðs- ins ,,Advertiser“ í Honululu. Hon- um gafst nú tækifæri til þess að lifa sjálfur um hríð þau ævintýri,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.