Úrval - 01.11.1969, Side 82

Úrval - 01.11.1969, Side 82
80 ÍJRVAL ur í lítinn pakka ásamt fótdælu til þess að blása hann upp með, Langar þig kannske að flytja stólinn í ann- að herbergi? Hleyptu bara loftinu úr honum og blástu hann upp að nýju. Lomazzi játar, að því sé eins farið með sig og marga aðra unga hönn- uði. Hann játar, að það hafi verið Giovanni Battista Pininfarina, sem hafi haft mest áhrif á starf sitt. Pin- infarina dó árið 1966 eftir að hafa eytt ævinni í að hanna fegurstu bif- reiðir heimsins. Verksmiðjurnar Ferrari á Ítalíu, Peugeot í Frakk- landi, Volkswagen í Vestur-Þýzka- landi og General Motors í Ameríku reyndu ásamt fleirum að tryggja sér starfskrafta þessa snillings. Árið 1963 hannaði hann einn bíl, sem hlaut nafnið Sigma (er nú til sýnis í safni í Lucerne), en um hann segir bílasérfræðingur einn, að „í honum hafi allt það verið saman komið, sem öryggisfræðingar hafa komið fram með síðan hann var byggður.“ Það er líkt og Pininfarina hafi séð slíkt fyrir. ÖGRUN Á SVIÐI TÍZKUNNAR. Á meðan ýmislegt djarft og æsandi var að ryðja sér til rúms í heimi véla og lampa, voru jafnvel enn meiri umbrot í annarri grein ítalskr- ar verksnilli. Þetta hófst árið 1951, þegar hópur ítalskra teiknara og hönnuða hertu upp hugann og ákváðu að ögra ofurveldi Parísar á sviði hátízkunnar og reyna að hnekkja því. Veraldarvanir sérfræð- ingar á þessu sviði spáðu því, að fyrsta tízkusýningin hlyti að enda með skelfingu. Hver hafði svo sem heyrt getið um ítalska tízkuteiknara og tízkuhönnuði? En tízkufréttaritarar og innkaupa- fulltrúar, sem sáu fatnað þeirra Fa- biani, Veneziani, Pucci, Antonelli, Fontanasystra og annarra, slepptu sér alveg af hrifningu. Þessi tilraun átti geysilegri velgengni að fagna, og áður en árið var á enda, voru þekktar tízkudömur um víða veröld farnar að ganga í ítölskum fatnaði. Og nú veltir iðnaður þessi milljónum dollara á ári. Roberto Capucci, sern fæddist í Róm fyrir 38 árum, er einkennadi fyrir þá menn, sem áttu hugmynd- ina að átakinu í þessari iðngre'n og öfluðu henni frægðar og frama. Ca- pucci farast svo orð: „Hvað mig snertir, Þá leitast ég alltaf við að ná hinum fínlega, sígilda svip á föt mín.“ Sýningar hans vekja athygli, sem um alheimsatburði væri að ræða, og sama er að segja um marga aðra hátízkufrömuði á Italíu. Aðrir helztu frömuðir hinnar ítölsku tízku eru hin fræga Gucci fjölskylda frá Flórens, sem hefur leðurvarning að sérgrein, og Ferragamo fjölskyldan, sem framleiðir hina frægu skó, sem dáðir eru um víða veröld. Guccifjölskyldan hefur tengt hin- ar göfugu erfðavenjur stofnandans Guccio Gucci framúrstefnum nútím- ans. Hugmynd Guccios Gucci var sú, að ,, búa til kvenveski, sem væru svo fögur, að þau væru listaverk.“ Rodolfo Gucci, sem er helzti teikn- ari og hönnuður fyrirtækisins, kemst svo að orði: „Ég gef hugarfluginu al- gerlega lausan tauminn fyrir jólin ár hvert. Ég bý til veski, sem eng- inn á jarðríki hefur efni á að kaupa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.