Úrval - 01.11.1969, Síða 84
82
URVAL
þar sem ein kynslóð tekur við af
annarri. Yfirráð einnar fjölskyldu í
fyrirtækinu tryggja, að það er hægt
að taka ákvarðanir í snatri og auð-
velt að taka róttækum nýjum hug-
myndum opnum örmum og fram-
kvæma þær. En leyndardómur þess-
ara miklu vörugæða hlýtur þó fyrst
og fremst að vera stórkostlegir hæfi-
leikar ítalskra handiðnaðarmanna
og það frelsi, sem ungir menn og
konur njóta í hinu skapandi hönn-
unarstarfi sínu. Hendur þeirra eru
ekki bundnar.
Sem dæmi mætti taka vörutegund,
sem ég sá, þegar ég heimsótti Rinas-
centeverzlunina í Róm í leit að
minnisbók eða stílabók. Afgreiðslu-
stúlkan sýndi mér þrjár. Spjöld
þeirra voru í dýrlegum, skærum lit-
um og stórkostlega vel hönnuð og
gerð. Ég varð svo hrifinn af þessu
viðhorfi til almennrar menntunar
og fræðslu, að ég gerði fyrirspurnir
um bækur þessar. Domenico Longo
Dente, innkaupastjóri Rinascente-
verzlunarinnar, komst svo að orði,
er hann svaraði fyrirspurn minni:
,,Við sögðum við hönnuði okkar, að
það fyrsta, sem barn ætti að koma
auga á í skóla, væri dæmi um sér-
staklega góða og velheppnaða hönn-
un, svo að formskyn þess mætti
glæðast. Og þessar bækur eru ár-
angur þessara fyrirbæra okkar!
Krakkarnir elska þær alveg.“
Kannske voru þó forstöðumenn
Bertone-bílaverksmiðjunnar í Tor-
ino, sem skýrðu mér frá stórkost-
legasta hrósi, sem hlaðið hefur ver-
ið á ítalska hönnun. í þessari verk-
smiðju eru Miurabifreiðarnar fram-
leiddar, en það er kannske fegursta
bifreiðin, sem nú er framleidd í
heiminum. Einn framkvæmdastjór-
anna sagði mér eftirfarandi sögu:
„Sko, það var þessi bankastjóri frá
New York, stórríkur karl, sem elsk-
aði bíla. Hann kom í verksmiðjuna
okkar og sagði, að hann vildi fá
fegursta Miurabílinn, sem við gæt-
um búið til. Hann fór með hann til
New York, tók á leigu þyrlu og lét
hana fljúga með bílinn upp á þak-
garðinn við toppíbúð sína efst á
stórhýsi einu við Park Avenue. Við
spurðum hann, hvers vegna hann
hefði gert þetta, og hann svaraði:
Svona bíll er of fallegur fyrir stræt-
in. Hann er listaverk."
Fullkomið loftkælingarkerfi á skrifstofum nýtur nú stöðugt meiri
vinsælda. En samt má nú segja margt gott um gamaldags rafknúðu
borðvifturnar, sem losa mann við vinnu dagsins með því að blása henni
af skrifborðinu.
Bill Vaughan.
Mannkynið samanstendur af gefendum og heimtendusm. Heimtend-
urnir -hafa kannske betra viðurværi, en gefendurnir sofa betur.
Byron Frederick.