Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 86
84
Verkföll og verkbönn, sem á síð-
ustu tímum hafa mjög verið not-
uð til að koma ýmsu fram, sem
ekki hefur fengizt með öðru móti,
eru alls ekki ný í sögunni. Fyrir
meira en hundrað árum notuðu
konurnar í Mooresville í ríkinu
Indiana þessa aðferð í baráttunni
gegn drykkjuskapnum. Þær fóru í
stórhópum á einasta kaffihús bæj-
arins og settust þar að með prjóna
sína. Þær höfðu vaktaskipti og í
sjö daga og sjö nætur komust eng-
ir að nema þessar prjónakonur.
Veitingamaðurinn var hamslaus af
reiði, því að enginn karlmaður þorði
að koma á veitingahúsið.
Stríði þessu lauk með því, að
veitingamaðurinn varð að loka
kaffihúsinu og flytja í aðra borg.
— o —
Styrjaldir kosta eins og menn
vita offjár, en kostnaður við frið-
arsamninga getur líka verið mik-
ill. Eitt dæmi um það var Vínar-
ráðstefnan 1815, þegar skipa átti
á nýjan leik málum Evrópu, eftir
ÚRVAL
að Napoleon hafði þar ruglað reit-
um. Hátíðahöldin, sem fram fóru-
við þetta tækifæri, kostuðu um 30
milljónir króna. Að vísu tóku 454
stjórnarerindrekar þátt í þessum
glæsilegu máltíðum, en minna má
nú gagn gera en næstum 70 þúsund
krónur á hvern þátttakanda. Það
er hægt að setja í sig nokkuð mik-
ið fyrir alla þá upphæð.
— o —
Enskir ölprófarar, sem fram á
síðustu tíma voru við lýði í ýms-
um smábæjum þar í landi, notuðu
einkennilega en hagkvæma aðferð
við að prófa sykurinnihald ölsins.
Þeir heltu svolitlu af öli á tréstól
og settust síðan á hann. Eftir nokkr-
ar mínútur stóðu þeir á fætur. Ef
stóllinn var fastur við leðursetuna
á buxunum, þá var ölið gott, en ef
hann festist ekki, var ölið of þunnt
og ónothæft.
— o —
Sarah Bernhardt var frægasta
leikkona Frakka. Þegar hún lék
Kleopötru Egyptalandsdrottningu,
hafði hún lifandi slöngu með sér
inn á leiksviðið í síðasta þætti, en
í leiknum átti hún að deyja af
höggormsbiti. Slanga þessi tamdist
svo vel, að leikkonunni þótti mjög
vænt um hana og gat varla án henn-
ar verið. En dag nokkurn misnot-
aði slangan frjálsræði sitt svo, að
hún hvarf og fannst ekki framar og
olli eigandanum með því mikillar
sorgar.