Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
tilhugalífi, sem geystist yfir okkur
eins og hvirfilvindur. Eftir kaffið
fórum við svo aftur í bókasafnið.
Randy fór með mig inn í eina deild
þess, sem ég hafði aldrei séð áður.
Þar voru raðir af klefum fyrir þá,
sem voru að búa sig undir meistara-
próf og vinna að doktorsritgerðum.
Þarna ríkti algerð kyrrð og ró, og
það var svolítil myglulykt í loftinu.
Við vorum þarna tvö ein.
Randy beygði höfuðið í áttina til
mín, þangað til það snerti næstum
höfuð mitt. Ég var sem í leiðslu, og
mér fannst sem bláu augun hans
væru enn blárri en mig hafði minnt.
Skyndilega minntist ég allra aðvar-
ana móður minnar: Voru þetta þær
aðstæður, sem hún hafði haft í huga,
þegar hún hafði verið að tala um
þorpara, sem notfærðu sér sakleysi
ungra stúlkna?
Hönd hans snerti hönd mína....
og ég varð viss um það. Og án þess
að hika lengur, lagði hann nokkur
talnablöð fyrir framan mig og byrj-
aði að útskýra fyrir mér tilraunir
þær, sem hann var nú að gera í
dýrasálfræði.
„Hérna eru allar upplýsingar um
hundana,“ hóf hann máls. „Við erum
að rannsaka hraða ósjálfráðra við-
bragða þeirra og ákvarða hæfileika
þeirra til hvatagreiningar.“
Ég skildi ekki orð af því, sem
hann sagði, en mér fannst það al-
veg dásamlegt.
Mamma hafði einnig varað mig
við því, að fyrr eða síðar mundi
strákur, sem ég eignaðist að kunn-
ingja, bjóða mér upp í herbergið
sitt. Og viti menn, Randy bauð mér
að heimsækja sig, eftir að ég hafði
þekkt hann í 3—4 vikur. Hann bauð
mér að koma í herbergið sitt í
Alphahúsinu. Ég hugsaði um þetta
boð hans um hríð. Mundi virðing
hans fyrir mér minnka, ef ég þægi
boði hans? Mundi ég missa hann, ef
ég afþakkaði það? Hvað ætlaðist
hann eiginlega fyrir með þessu boði
sínu? Og mér varð hugsað til
mömmu, sem var 300 mílur í burtu.
Ég tók boði hans.
Ég gerði ráð fyrir, að Alphahúsið
væri stúdentagarður. En þegar við
nálguðumst það, óx undrun mín
stöðugt. Gat þessi bústaður verið
stúdentagarður? Þetta líktist helzt
stórri hlöðu. Randy gaf mér merki
um, að ég skyldi hafa hljótt um mig.
Hann fór á undan mér og skimaði
um öll anddyri og ganga til þess að
fullvissa sig um, að við værum ein.
Þegar hann sá, að svo var, gaf hann
mér merki um, að ég skyldi elta
sig. Við gengum niður hrörlegan
stiga og stefndum á lokaða hurð sem
á var spjald með orðunum „Aðgang-
ur bannaður“. Og enn fór hann á
undan mér til þess að gá, hvort
nokkur sála væri þarna á ferli.
f kjallaranum voru tvö herbergi.
f öðru voru tvö málmrúm, tvö skrif-
borð og tveir stólar. f hinu voru búr,
sem höfðu að geyma um tylft alls
konar hunda. Ég komst nú að því,
að kjallarinn í Alphahúsinu var í
rauninni rannsóknarstofa. Hann var
líka heimili Randy í háskólanum.
Og ég eyddi mjög „rómantísku" síð-
degi í að kynnast tilraunadýrunum
hans.
Randy gerðist þó að lokum nógu
„rómantískur“ til að gefa mér dem-
antstrúlofunarhring. Hann fór með