Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 92

Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 92
90 Við höfðum tvö herbergi á þriðju hæð í niðurníddu húsi nálægt há- skólabyggingunni. Önnur nýgift hjón bjuggu hinum megin við gang- inn. Og á fjórðu hæð bjuggu fjórir kínverskir nemendur, sem virtust alltaf vera að sjóða fisk. Eina bað- herbergið fyrir allan söfnuðinn var svo rétt fyrir utan dyrnar okkar. Og handlaugin var líka notuð sem eldhúsvaskur. Kínversku stúdent- arnir þvoðu diskana sína upp úr baðkerinu. íbúðin var með húsgögnum, en aðeins í hinum óbrotnasta skilningi þess orðs. Rúmið var af „Hjálpræð- ishersgerð", þ.e. frá brautryðj enda- tíma Hjálpræðishersins. Kommóðan var neyðarástandshúsgagn Rauða krossins, og eldhúsborðið og stólarn- ir litu helzt út eins og endurbyggðir kolakassar. Þarna var líka lekur ís- skápur. Ég ákvað, að við yrðum að losa okkur við hann og fá annan betri. Og mér til mikillar undrun- ar samþykkti Randy það strax. Og því keyptum við gljáandi, rafknúinn ísskáp, næstum alveg nýjan, fyrir peningana, sem við fengum í brúð- argjöf. Ég bjó til dýrlegt salat í hlaupi, daginn eftir að nýi ísskápurinn kom. Og svo setti ég það í ísskápinn til þess að lofa því að kólna. Svo kom að kvöldverðartíma. Ég opnaði ís- skápinn, teygði mig eftir salatinu og dró í þess stað fram plastplötu, sem á lá hálf tylft af rottuhausum! Upp frá þeirri stundu hef ég van- izt því að finna heila í saltpækli og annað af því tagi í krukkum víðs vegar í íbúðinni. En þá hafði ég ekki enn öðlazt slíka reynslu, og ÚRVAL því brá mér allónotalega, jafnvel eftir að Randy útskýrði það fyrir mér, að rottuhausarnir væru einn þáttur í rannsókn, sem hann væri að gera um þær mundir á sjúkdóm- um og öðrum truflunum í miðhluta eyrans. Nú tók allt í einu að rofa til hjá mér, og ég skildi skyndilega, hvers vegna hann hafði verið svo áfjáður í að skipta um ísskáp. Hin vísindalega óhlutlæga af- staða Randy til ýmissa fyrirbrigða og atburða varð mér líka hreinasta opinberun. Daginn, sem kakalaki gerði innrás í íbúðina okkar, kom ég æðandi á móti manninum mínum til þess að flytja honum þessar ógn- arfréttir. „Virtist hann hafa áhuga á mat eða vatni?“ spurði hann. „Hvernig í ósköpunum ætti ég að vita það?“ „Ég á vin, sem er að rannsaka hegðun kakalaka,“ sagði hann hugs- andi. „Hann lætur þá hlaupa eftir völundargöngum, sem hann býr til, og læra allan fjárann." „Ég vil ekki kenna þessum kaka- laka nokkurn skapaðan hlut!“ æpti ég. „Ég vil bara fá hann burt úr eld- húsinu mínu!“ „Nei, nei,“ andmælti vísindamað- urinn minn. „Við skulum reyna að ná honum lifandi.11 Nú var ég í fyrsta skipti ósveigj- anleg. Hingað og ekki lengra! Og næsta dag keypti ég sterkasta kaka- lakaeitur, sem ég gat fundið. Að lokinni meistaragráðu í til- raunasálfræði lét Randy innrita sig í Western Reserveháskólann í Ohio, en þar ætlaði hann að vinna að doktorsgráðu. Einn af prófessorun- um, sem kenndu honum þar, hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.