Úrval - 01.11.1969, Side 97

Úrval - 01.11.1969, Side 97
95 SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN! inn, augað út“. Ég vonaði bara, að það ætti ekki að taka þessar nafn- giftir allt of bókstaflega. Randy og samstarfsmenn hans létu sér ekki nægja að „ferðast11 bara á „venjulegan" hátt í mið- flóttaaflshringekjunni, er fram liðu stundir, heldur gerðu alls konar tilraunir á því sviði. Þeir sneru fram eða aftur, lágu endilangir eða sátu uppréttir. Þeir höfðu bundið fyrir augu og þeir fóru líka í „ferðir“ undir áhrifum tilraunalyfja. Þeir fóru jafnvel í „ferðir“ eftir að hafa legið í bleyti í vatni góða stund. Þeir prófuðu ýmis tæki í tilrauna- skyni, sem mæla skyldu blóðþrýst- ing geimfarans, öndun, hitastig og önnur viðbrögð hans auk hæfni hans við þessar óþægilegu aðstæð- ur, þ.e. við óvenjulega mikið álag á líkama hans og sál. Þeir útbjuggu líka alls konar tæki og fundu upp útbúnað til þess að vernda líkam- ann fyrir álagi af völdum hraða- aukningar. Þar á meðal má nefna alls konar höggpúða, G-búninga, þrýstingsbúninga, geimskipasæti og „loft- og vatnsbúninga", þ.e. líf- kerfisbúninga. Þrýstingsbúningurinn lítur út eins og búningur í gömlum Buck Rogers-teiknimyndasögum. En mér hætti að þykja hann neitt sérstak- lega skrýtinn, eftir að Randy hafði komið heim með hann nokkrum sinnum. Mér fór jafnvel að þykja hann ósköp venjulegur, alveg eins og samfestingurinn er í augum eig- inkonu bifvélavirkjans. Ég hefði átt að geta gert mér grein fyrir því, að nágrannarnir þyrftu líka svolítinn tíma til þess að laga sig að hinum ýmsu óvenju- legu aðstæðum geimaldarinnar. Mér kom slíkt bara alls ekki til hugar fyrr en einn föstudaginn, þegar blaðastrákurinn kom að rukka fyr- ir dagblaðið. Á hægindastól í dag- stofunni gat að líta þrýstingsbún- ing með hjálmi og hönzkum. í fljótu bragði mátti halda, að þarna væri kominn gestur utan úr geimn- um. Vesalings drengurinn mátti varla vera að því að bíða eftir 65 centunum sínum. Honum lá svo mikið á að æða til nágrannanna og segja þeim, að fljúgandi diskur væri nýlentur og Marsbúi sæti inni í dagstofu hjá Chambersfjölskyld- unni! Á fyrsta tímabili geimrannsókn- anna álitu sumir vísindamennirnir, að simpansar kynnu að reynast al- veg tilvaldir geimflugmenn. Randy skipulagði því tilraun, sem miðaði að því að gera samanburð á hans eigin hæfni til að stjórna stjórn- tækjum geimfars og hæfni simpansa. Þeir Randy og simpansinn sátu hlið við hlið við tvenn stjórntækja- borð. Tilraunin skyldi standa yfir í 5% klukkustund. Þeir voru um- kringdir af samstarfsmönnum Randy. Það var erfitt að segja til um, hverjir voru að rannsaka vandamál hverra í lok tilraunar- innar. Simpansinn virtist alveg óþreyttur og rólegur. Hann stóð Randy ekki aðeins oftast nær á sporði alla tilraunina á enda, held- ur reyndist hann jafnvel taka hon- um fram á vissum stigum tilraunar- innar. Og hann lét sér nægja að vinna fyrir banana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.