Úrval - 01.11.1969, Page 100

Úrval - 01.11.1969, Page 100
ÚRVAL 9Ö upp strákana, hvort sém það var í lofti eða á jörðu niðri. Flest fólk er hissa á þessum fréttum, því að það heldur, að þar sem Randy er þjálfunarsérfræðingur að atvinnu, hljóti þessi kunnátta hans að hafa sömu töfraáhrifin heima og að heiman. Það er að vísu satt, að samkvæmt leyfi, sem hangir inn- rammað uppi á vegg, er Randall Chamber nægilega menntaður og hæfur til þess að. starfa sem sálfræð- ingur í, Pennsylvaníufylki. En þeir Mark og Craig hafa bara einnig starfað sem eigin sálfræðingar allt frá fæðingu, og þeirra sálfræði hef- ur gengið með sigur af hólmi. Samkvæmt öllum bókum um barnauppeldi sofa eðlileg börn til dæmis langan tíma í einu, ef það rikir ró og friður í umhverfi þeirra. En því var ekki þannig farið með þá Mark og Craig. Það var alveg sama, þótt inni ríkti alger frið.ur og alger ró. Þeir vöktu mig samt ætíð upp af blundi mínum. Randy komst að þeirri niður- stöðu, að ástæðan væri sú, að þeir hefðu ekki nægan svefn og ég ekki heldur. „Þú beitir ekki réttri aðferð við að fá drengina í hátt- inn og svæfa þá,“ sagði hann í að- finnslu rómi. „Þú flýtir þér of mik- ið og sýnir þeim ekki nægilega þol- inmæði. Kvöld eitt ákvað hann svo að sýna mér, hvernig fara skyldi að. Þegar öllu háttunarumstanginu var lokið og strákarnir voru loks komnir í háttinn, lagðist Randy við hlið Marks í rúminu hans. Strák- arnir urðu jafnvel enn ræðnari og eirðarlausari en fyrr, eins og ég hafði gert ráð fyrir. í stað þess að sofna, virtust þeir verða meira vak- andi með hverri mínútu, sem leið. Að lokum tók Mark til sinna ráða. Hann sneri sér að pabba sínum og sagði: „Viltu fara úr rúminu mínu, svo að ég geti farið að sofa?“ Þetta nægir víst sem lýsing á að- ferðum sérfræðingsins. Þjálfun réttra salernisvenja er líka annað uppáhaldsefni í bókum um meðferð barna. En bækurnar minnast bara aldrei á þau börn, sem hafa svo mikinn áhuga á þessu, að þau fara inn á hvert það sal- erni, sem verður á vegi þeirra. Báð- ir strákarnir okkar voru einmitt gæddir þessum eldlega áhuga á sal- ernum. Þegar við vorum í hús- næðisleit, gátum við alltaf reikn- að með því, að Mark mundi prófa allan salernisútbúnað fyrir okkur. Craig gerði það aftur á móti að eins konar tómstundastarfi að heim- sækja opinber salerni. Því opinber- ari sem þau voru, þeim mun betri voru þau að hans áliti. Hann náði hátindinum í þessari tómstundaiðju sinni, er við heimsóttum eitt sinn geysistóra deildarverzlun. Við vorum stödd á neðstu hæð- inni. Við Randy höfðu stanzað við afgreiðsluborð til þess að skoða gluggatjaldaefni. Og þá hvarf Craig skyndilega. Venjulega vita foreldr- ar ekki, hvar þeir eiga að byrja að leita að týndum krakka. En þetta var ekki neitt vandamál, hvað okk- ur snerti. Hópur af viðskiptavinum hafði safnazt saman umhverfis pall einn í hreinlætistækjadeildinni, þar sem sýnd voru ýmis konar hrein- lætistæki. Og þeir skellihlóu. Við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.