Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 105
SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN!
103
is vísindaleg, því að ég ýmist grét
eða bað bæn, sem ég bið nú alltaf
við hvert geimskot: „Góði guð,
gættu þeirra. Leiðbeindu þeim,
vísaðu þeim veg, verndaðu þá . .
og flyttu þá aftur niður heila á
húfi, ef það er þinn vilji . “
Áður fyrr hélt ég alltaf, að fólk,
sem verið hefur vitni að. stórvið-
burðum í mannkynssögunni, hafi
ætlað sér að verða vitni að þeim.
En nú held ég, að því hafi ekki ver-
ið þannig farið. Þeir, sem sitja í
fremstu sætum, eru oft í slíku upp-
námi, að þeir geta ekki afborið að
fylgjast með því, sem er að gerast.
En eitt er ég þó viss um. Það verða
aldrei teknar neinar myndir af mér,
brosandi hugrekkisbrosi eins og
geimfarakonu sæmir, ef Randy
steypir sér einhvern tíma út í raun-
verulegt geimflug í stað eftirlíking-
ar þess á jörðu niðri. Þá verð ég
stödd niðri á Kennedyhöfða, æpandi
af öllum kröftum: „Skjótið honum
ekki á loft . ég á hann!“
UMSETINN AF
BLAÐAMÖNNUM
Á hinum friðsælu tímum fyrir
upphaf geimferðaaldarinnar var
ekki mikið um það, að Randy kæm-
ist í blöðin. Það gerðist aðeins einu
sinni. Það var, þegar við Randy
giftumst. En nú tóku blaðamenn-
irnir að hundelta hann. Þeim lærð-
ist það fljótt, að þeir voru ekki fær-
ir um að fást við þessa vísindalegu
manntegund. Þeir vissu bara ekki,
hvernig þeir áttu að snúa sér í því.
Blaðamaður: Getið þér sagt okk-
ur, hvað muni ávinnast með geim-
ferðinni nú í dag?
Randy: Ja, í rauninni skipulagði
ég ekki geimferðina. Ég hjálpaði
bara til að líkja eftir aðstæðum,
sem eru ríkjandi í geimnum. Það
gerði ég með hjálp miðflóttaafls-
hringekjunnar, sem gerði okkur
fært að rannsaka sum vandamálin,
sem munu mæta geimförunum.
Blaðamaður: Hvaða vandmál eru
það, doktor?
Randy (lýkru: viðtalinu): Hér er
grein eftir mig, sem gæti hjálpað
yður. Hún ber heitið „Stjórnunar-
hæfni við aðdráttaraflsaðstæður
með hliðararmsviðbragðsstjórn-
tækjum.“
Randy getur ekki skilið, hvers
vegna blaðamenn eru alltaf að flýta