Úrval - 01.11.1969, Side 110

Úrval - 01.11.1969, Side 110
108 geimflugi, og tilraunum, sem beind- ust að því að líkja eftir öllum að- stæðum í geimflugi. Við sátum um stund í dagstof- unni eftir kvöldmatinn og röbbuð- um saman í ró og næði. Þá hóf ég máls á einu uppáhaldsumræðuefni mínu, þ. e. að verkfræðingar og vísindamenn séu orðnir of sérhæfð- ir. „Það eru alltof margir verkfræð- ingar, sem vita ekkert um tónlist, bókmenntir eða aðrar listir," sagði ég. „Fjöldi þeirra hefur jafnvel aldrei lagt stund á erlend tungu- mál.“ Neil hafði jafnvel ekki fyrir því að svara þessum órökstuddu at- hugasemdum mínum. Hann labbaði yfir að arninum, tók upp þrjár styttur, sem Randy hafði komið með frá Grikklandi, og fór að þýða grísku áletranirnar á þeim. Eg hef einnig heyrt hann ræða eðlisfræði- formúlurnar, sem liggja til grund- vallar tilraununum með mið- flóttaaflshringekjuna. Þetta sýnir allt saman, að menntun hans er mjög víðtæk. Neil heimsótti okkur oft næstu vikurnar, og þeir Randy ræddust oft við yfir kaffisopa í dagstofunni okkar langt fram á nótt. Eftir eitt slíkt umræðukvöld fann ég brotinn kaffibolla, sem Neil hafði misst á eólfið. Eg var næstum búinn að gleyma bessu.m atburði, þegar sendill frá verzlun einni kom með stóran, hvít- an pakka til mín. Eg opnaði hann. og í honum voru tvö bollapör af nákvæmleea sömu gerð og kaffi- rt"llið mitt. Neil hafði lagt þessa ÚRVAL sérstöku gerð á minnið og pantað sams konar bollapör. Nú þegar nýir stórviðburðir á sviði hinnar æsandi geimvísinda- þróunar gerast hver af öðrum, verð- ur mér stundum hugsað til þessarar hugulsemi Neils. Og mér hlýnar um hjartaræturnar við þessa minningu. Það var eitthvað svo jarðbundið og mannlegt við þessa gjöf. Mér þyk- ir það bara svo leitt, að ég skyldi ekki merkja annan bollann sérstak- lega til minningar um þetta, í stað þess að setja þá hjá hinum, svo að nú er ómögulegt að þekkja þá í sundur. En auðvitað vissi ég það ekki þá, að Neil yrði valinn til þess að stjórna Apollo 11 í tunglferð- inni. SÝNINGARSALUR RANDY Einn af kennurum mínum við há- skólann hélt því eitt sinn fram, að góður höfundur mundi aldrei nota lýsingarorðið „ólýsanlegt“. Hann sagði, að höfundur ætti að geta lýst hverju sem er. En þessi kennari hafði bara aldrei séð það herbergi á heimili okkar, sem Randy notar sem vinnustofu. Þegar bezt lætur, lítur herbergið út eins og bókasafn, sem hefur ný- lega eyðilagzt í sprengingu. Þar getur að líta 20 ára árangur af upp- lýsingasöfnun og starfi, sem hefur verið helgað því að bjarga því, sem er ekki unnt að bjarga. Þar eru hrúgur af kortum, minnisblöðum, uppdráttum og teikningum af loft- þrýstingi gufuhvolfs, töflum yfir þyngd og magn ýmissa efna, kort- um af fiölmörgum stöðum, þar á meðal af óravíddum geimsins. Þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.