Úrval - 01.11.1969, Side 113
SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN!
111
ön af flugvélum og geimflugum og
vísindaalfræðiorðabók.
Ein jólin kom drengur úr næsta
húsi til þess að skoða jólagjafirnar
hans. Og hann kom með uppáhalds-
leikfangið, sem hann hafði fengið,
stóran vörubíl. Hann leit snöggvast
á vísindaleikföng þeirra Marks og
Craigs og spurði svo: „En fenguð
þið ekki neitt til þess að leika ykk-
ur að?“
Þegar Mark var 11 ára og Craig
8, bjuggu þeir til tölvu í rannsókn-
arstofu sinni í kjallaranum. „Appa-
rat“ þetta var búið til úr stórum
pappakassa með rifu á einni hlið-
inni. Hjá rifunni stóð þetta orð:
„SPURNINGAR“. Það var með
fjölmörgum hnöppum og skífum,
sem líktust hnöppum og skífum á
raunverulegum tölvum og gáfu frá
sér hljóð, sem líktust mjög hljóð-
um þeim, sem tölvur gefa frá sér.
Þegar svarið við spurningunni var
tilbúið, kviknaði á ljósum, og bjöll-
ur hringdu.
Þetta leit út eins og raunveruleg
tölva, og krakkarnir í nágrenninu
voru alveg töfraðir af henni. Þó fór
svo að lokum, að krakkarnir kom-
ust að sannleikanum: Þótt tölvan
liti út fyrir að vera ósvikin, þá var
kassinn samt holur að innan og
Chambersbræðurnir skiptust á um
að fela sig inni í honum og leika
„tölvuheila“. Svar „tölvunnar" við
spurningunni „Hvað ertu gömul?“
var alltaf „átta“, þegar Craig var
inni í kassanum. Eitt sinn endur-
sendi hann spurninguna með þess-
ari beiðni: „Gjörðu svo vel að skrifa
prentstafi. Tölvan getur ekki lesið
skrifstafi."
Mark kom líka upp um sig. Þeg-
ar einn af vinum hans fékk tölv-
unni geysilegt margföldunardæmi,
sem hún átti að leysa, spurði tölv-
an: „Hvernig ætlastu til þess af
mér, að ég margfaldi svona stórar
tölur á svona htlum miða?“
Svo hófst dýragarðstímabilið á 12.
afmælisdegi Marks. Hann vildi fá
3 kamelljón, 3 salamöndrur, 3
hamstra, 4 skjaldbökur af mismun-
andi tegundum og nokkra snigla.
Ég gaf honum allar þessar skepnur
í afmælisgjöf ásamt búrum og
vatnsgeymum af ýmsum stærðum
og alls konar kössum með dýramat,
sem leit mjög framandi út. En ég
neitaði samt að vefja pappírnum ut-
an um krukkuna með mauraeggj-
unum eða lifandi mjölormana, sem
hann krafðist að geyma skyldi í ís-
skápnum.
Þegar tímabil þetta hófst, höfðum
við þrjú heimilisdýr: hundinn
Spotty, köttinn Dennis og kanínu,
sem bar nafnið Blackie. En nýju
dýrin voru skoðuð sem „sýnishorn"
og það var talað um þau án allrar
tilfinningasemi sem „spendýr“,
„skriðdýr“ eða „láðs- og lagardýr".
Eftir þennan afmælisdag hófu
dýrin innreið sína á heimili okkar
fyrir alvöru. Randy gaf strákunum
þrjár mýs til erfðafræðiathugana.
Hann kom einnig heim með skepn-
ur nokkrar, sem hann hafði séð í
dýraverzlun og ekki getað staðizt.
Það voru rottuhjón með 9 rottu-
börn. Randy sagðist hafa keypt þau
til þess að verðlauna Mark fyrir
góðar einkunnir. (Að áliti Randy
samanstanda „góðar einkunnir“ af
ágætiseinkunn í vísindum og stærð-