Úrval - 01.11.1969, Side 114
112
ÚRVAL
fræði, en lestur og skrift skipta
engu máli).
Þetta árið lærðum við heilmikið
um nagdýr, þar á meðal þá stað-
reynd, að þrjár mýs geta breytzt í
35 til 40 músa fjölskyldu alveg fyrir-
hafnarlaust.
Mark reyndi að þekkja músakyn-
slóðirnar í sundur fyrst í stað, en
að lokum varð hann bara að skil-
greina yngri kynslóðirnar sem „ný
afkvæmi“. Málfar hans á hinu líf-
fræðilega sviði var oft næsta furðu-
legt. ,,Er ekki kominn tími til þess
að láta afann og ömmuna eðla sig?“
heyrði ég hann eitt sinn spyrja einn
vin sinn.
Kennslukonan hans í 6. bekk, lag-
leg, ung kona, sem var nýbyrjuð
að kenna, varð alveg furðu lostin,
þegar Mark gekk að borðinu henn-
ar einn morguninn og tilkynnti
henni rólega: „Hún er ófrísk“.
Hún kom ekki upp neinu orði
fyrst í stað, en að lokum spurði
hún óttaslegin: „Hver?“
„Músaamman mín,“ svaraði Mark
ánægður.
„Sýnishornin“ týndu mjög fljótt
tölunni. Einkum var það svo, hvað
nagdýrin snerti. Þetta var að miklu
leyti kettinum okkar, honum Denn-
is, að kenna. Mark vandi einn hóp
músabarna af móðurmjólkinni og
ól þau á kúamjólk og öðrum mat
og seldi fimm þeirra dýraverzlun
einni fyrir 25 cent stykkið, en hélt
fjórum eftir fyrir tímgunartilraun-
ir sínar. Dennis var um þær mund-
ir að jafna sig eftir lungnabólgu,
og við héldum, að hann væri enn
mjög veikur. En þegar Mark brá
sér frá músunum sem snöggvast,
reis kisi upp af sjúkrabeði sínum
og „afgreiddi" afganginn af þessari
músakynslóð.
Mark grenjaði svo ofboðslega, að
ég flýtti mér með hann til dýra-
verzlunarinnar næsta dag og keypti
aftur eitt par af hans eigin músum
... á 49 cent stykkið.
Þar sem fórnardýr Dennis voru
„sýnishorn" en ekki heimilisdýr,
syrgði Mark ekki dauða þeirra
lengi. Þegar eitthvert þeirra gaf
upp öndina, tók Mark líkið eða
það, sem eftir var af því, stakk því
undir smásjána sína og framkvæmdi
líkkrufningu. Sjúkdómsgreiningar
hans voru oft mjög snjallar. Eftir
að hafa skoðað fisk, sem hafði
stokkið upp úr fiskabúri sínu og
týnt þannig lífinu, sagði Mark með
spekingssvip reynds sjúkdómsgrein-
ingasérfræðings: „Ja, hún var
reyndar ófrísk, og ég býst bara við,
að hún hafi orðið eitthvað tauga-
óstyrk.“
Framtíðin liggur ljós fyrir, hvað
snertir vísindamennina mína af
annarri kynslóðinni. Eftir nokkur
ár mun Mark, sem mun þá vafa-
laust búa í hundarannsóknarstofu,
koma 'heim með einhverja stúlku,
sem hann hefur verið að stíga í
vænginn við í háskólabókasafninu.
Og Craig mun veifa til einhverrar
ljóshærðrar á skotpallinum sínum.
Þessar stúlkur verða auðvitað vald-
ar með hjálp tölvu. Lífsförunautur
Marks verður þess háttar stúlka,
sem getur krufið þorsk án þess að
blikna eða blána. En Craig mun
auðvitað velja sér geimfara af veika
kyninu fyrir lífsförunaut, stúlku,