Úrval - 01.11.1969, Síða 115
SKJÓTIÐ HÖNUM EKKI Á LOFT — ÉGÁ HANN!
113
sem mun verða himinlifandi yfir að
slást í för með honum til Mars.
Eitt er víst: Hvorugur þeirra mun
giftast óvísindalegri, jarðbundinni
kvenveru af þeirri tegund, sem
móðir þeirra tilheyrir. Engin tölva,
sem hefur til að bera snefil af
sjálfsvirðingu, mundi gerast sek um
slík herfileg mistök.
JÓL APOLLOS 8.
Hraðaaukningarþjálfun geimfar-
anna var komin í nokkuð fastar
skorður, þegar komið var fram á
árið 1966. Þá sá ný miðflóttaafls-
hringekja í Houston orðið um mest-
alla slíka þjálfun. Randy hafði í
rauninni fastar áætlunarferðir til
þeirrar borgar, þar eð hann starf-
aði sem ráðunautur, meðan verið
var að smíða „apparatið". Og ég
hélt jafnvel, að hann mundi líklega
flytjast þangað, þegar smíðinni væri
lokið.
En þegar að því kom, að smíðinni
yrði lokið, hafði áhugasvið hans
færzt út og náði nú yfir allt það í
umhverfi mannsins, sem veldur
álagi og streitu. Þýðing þessarar
vísindagreinar hefur stóraukizt síð-
ustu 10 árin, og nú tekur hún ekki
aðeins til viðbragða mannslíkam-
ans vegna hraðaaukningar, heldur
alls konar viðbragða hans, til dæm-
is vegna áhrifa einangrunar, hávaða
og titrings. Randy hóf því starf hjá
Langleyrannsóknarmiðstöðinni í ág-
úst árið 1968, en hún er á vegum
Geimrannsóknarstofnunar Banda-
ríkjanna. Það er helzta rannsóknar-
stöðin, sem fæst við ýtarlegar rann-
sóknir á slíkum vandamálum. Við
fluttum þá í stórt íbúðarhús í bæn-
um Newport News í Virginíufylki.
Við vorum ekki enn búin að koma
okkur þar vel fyrir, þegar jólin
komu. Randy fór snemma á fætur
að morgni þess dags, er skjóta
skyldi Apollo 8. á loft. Þetta var
mjög þýðingarmikil geimferð, fyrsta
tilraun Bandaríkjanna til þess að
koma mönnum á sporbraut um-
hverfis tunglið. Eítir að geimfarinu
hafði verið skotið á loft heilu og
höldnu, breyttist hegðun Randy að
vanda. Ég kalla það „geimferðar-
hegðunina" Hann heldur til vinnu
sinnar eins og venjulega og kemur
heim eins og venjulega. En hann
hefur stöðugt annað augað á sjón-
varpsskerminum og annað eyrað í
sambandi við útvarpið. Hvenær sem
ný geimferðartilkynning er birt,
setur hann segulbandstækið sitt í
samband og tekur tilkynninguna