Úrval - 01.11.1969, Síða 117

Úrval - 01.11.1969, Síða 117
SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN! mér grein fyrir því, að þessi trúar- yfirlýsing barst frá mönnum, sem voru staddir í slíkri órafjarlægð og voru svo miklu fjarri sínum kirkj- um og jólahelgihaldi en ég var fjarri kirkjunni minni í Hatboro og öllu jólahelgihaldinu, sem ég hafði vanizt þar. Ég leit til Randy í gegnum tár- in. Hann stóð fyrir framan sjón- varpið og brosti til skermisins með svip þjálfara, sem virðir fyrir sér liðið sitt, sem er nýbúið að skora mark, sem tryggir því vinningssæt- ið í landskeppninni. Áður fyrr, með- an vísindin voru ekki eins flókin og þau eru orðin núna, gat vísinda- maðurinn lokað sig inni í rannsókn- arstofu sinni og unnið þar einn og óstuddur upp á eigin spýtur. En á geimvísindaöldinni er vísindamað- urinn orðinn hluti af heild, sem samanstendur af mörgum einstakl- ingum, sem hafa til að bera marg- breytilega hæfni og þekkingu. En samt er sú kennd, sem góður ár- angur veitir, enn mjög persónuleg. Randy notar sjaldan lýsingarorð til áherzlu, en nú hrópaði hann æ of- an æ: „Dýrlegt!. . . . Stórkostlegt! . . . Yfirnáttúrlegt!.. . . Dásamlegt!" Það olli Randy líka ánægju, er Frank Borman las textann úr Sköp- unarsögunni. Hann hefur lengi ver- ið að reyna að hrekja þá algengu skoðun manna, að allir vísindamenn séu guðleysingjar. Hann fylltist al- veg sérstakri lotningu við þá til- hugsun, að það séu til milljónir pláneta og geysilegur fjöldi sól- kerfa. Og hann segir, að því meira sem við lærum um geiminn, þeim 115 mun vissari verðum við um tilveru Guðs. Það var næstum komin dögun, þegar við duttum út af, en við vor- um samt í of miklu uppnámi til þess að geta sofnað. Jól Apollo 8. höfðu orðið alveg sérstök jól fyrir mig. Ég hafði aldrei fundið eins sterkt til helgi og þýðingar jólanna sem einmitt þá. VÍSINDUNUM FLEYGIR STÖÐUGT FRAM Þegar við fluttum til Virginíu- fyikis, fluttumst við langt burt frá miðflóttaaflshringekjunni í Penn- sylvaniu eða heilar 300 mílur. Sú staðreynd ásamt þeirri staðreynd, að þeir Neil Armstrong og félagar hans hafa allir lokið þjálfun sinni og eru tilbúnir að lenda á tunglinu, kveikti þá von í brjósti mínu, að nú fengjum við loksins tækifæri til þess að njóta svolítils friðar. Við búum í friðsælu hverfi. Langleyrannsóknarmiðstöðin er rétt hjá gamla bænum Williamsburg, og þarna blandast því fortíðin og fram- tíðin saman á alveg sérstakan hátt. Rennileg vöruflutningaskip og klunnalegir prammar, sendiboðar nútímans, sigla stöðugt inn og út úr höfninni. Og magnólíurnar og kamelíurnar í garðinum okkar setja alveg sérstakan friðsældarblæ á allt umhverfið, líkt og maður sé stadd- ur á gömlu plantekrunum í Suður- ríkjrmum. En húsið okkar er farið að sýna ótvíræð merki þess, að vísindunum fleygir stöðugt fram. Bókahillur og skrifborð eru í þann veginn að flæma borðtennisborðin úr ann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.