Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 121
Höfum við vald á myndun
hugsananna í huganum?
Nei.
Við getum ekki varizt því að
hugsa um hluti, sem við
viljum ekki hugsa um.
j
finni samsemd sína við allífið og
geti orðið eitt með því.
En um leið og orðiS kann að þýða
þetta takmark, táknar það líka leið-
ina að því marki. Og þá skulum við
snúa okkur til hins forna yoga-
meistara, Indverjans Patanjali, sem
talinn er hafa verið uppi nokkrum
öldum fyrir Kristsburð.
Hann segir í upphafi hinnar stuttu
og gagnorðu bókar sinnar, Yoga-
sutra:
„Yoga er að ná valdi á myndun
hugsananna í huganum".
Höfum við vald á myndun hugs-
ananna í huganum?
Nei. Staðreyndin er sú, að það
höfum við ekki. Við getum ekki
haldið huganum föstum við verk-
efni alveg að vild. Við getum ekki
varizt því að hugsa um hluti, sem
við viljum ekki hugsa um. Við er-
um að hugsa um víxla, þegar við
eigum að vera að skrifa, og höfum
kannski lengi verið annars hugar
og vitum ekki nokkra lifandi vit-
und, hvað við höfum verið að gera.
Patanjali segir, að yoga sé slík
hugstjórn. Hann segir auðvitað ekki,
að yoga sé ekki fleira en þetta. En
þetta er grundvallaratriðið. Tmis-
legt fleira, sem líka er yoga, t. d. ef
til vill hin mystíska sameining við
allífið, er leitt af þessu grundvallar-
atriði. Einmitt því lýsir Patanjali
síðar í bók sinni.
Þegar við höfum svo lært að hafa
fullt vald á hugsuninni, getum hugs-
að, þegar við viljum hugsa, erum
við það, sem mig langar til að kalla,
komin á bak við hugsunarhæfileik-
ann, getum t. d. haldið huganum
alveg kyrrum, þannig að við í raun
og veru hugsum ekki, erum í hug-
rænni kyrrð.
Við getum öll gengið úr skugga
um það, að vitundarstig okkar er
vitundarstig hinnar sístarfandi
huesunar. Þetta vitundarstig er sí-
fellt að lýsa og sundurgreina. Heim-
urinn er fyrir því samsettur úr
óteljandi smáatriðum.
En þegar við getum haldið hug-
anum kyrrum, erum ekki lengur á
valdi hans, erum komin á bak við
hann, höfum við ekki fyrst og
fremst vitund um sundurgreinda
hluti, ' heldur einhverja lífsheild,
sem býr í öllu og er allt, vitund um
einingu alls lífs. Þá verður stríð og
deilur sama og heimska, því að
mennirnir eru í sannleika bræður.
119