Úrval - 01.11.1969, Síða 122

Úrval - 01.11.1969, Síða 122
120 ÚRVAL Þetta er það vitundarstig, sem yogafræðarar Indverja kalla Budd- hi, en það er venjulega þýtt Ein- ingarvitund, þótt orðrétt þýði það vizkuvitund, eða uppljómunarvit- und. En okkar venjulega vitund heitir hjá þeim þar eystra: Manas eða hugræn vitund. Þetta er um eðli og tilgang yoga. Nú skulum við líta á greinar yogafræðanna, því að yogafræðin eru sundurgreind í fræðikerfi og skóla, eins og öll mannleg viðleitni. Yogavísindin eru fyrst og fremst í tveimur deildum: Það er hugrænt yoga annars vegar og lífeðlisfræði- legt yoga hins vegar. Allt, sem ég sagði áðan um eðli og tilgang yoga, á við um hvort tveggja, þótt það væri sett fram meira frá sjónar- sviði hins hugræna yoga. Hinar líf- eðlisfræðilegu yogagreinar leggja áherzlu á að ná hinum andlega til- gangi sínum með því að byrja á líkama mannsins, taka taugakerfið fyrir, fikra sig svo ófram inn á lönd sálarlífsins. Hinar lífeðlisfræðilegu yogagreinar eru fyrst og fremst Hatha yoga, Laya yoga og Mantra yoga. Af þeim er Hatha yoga bezt þekkt og mest iðkuð og leyfi ég mér því að taka hana sem fulltrúa íyrir þann flokk. Hatha yoga æfingar eru mikils til fóignar í andardráttaræfingum og ýmiss konar stellingum og beygj- um. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá ,að ná sem beztu valdi yfir lík- amanum, aðallega ósjálfráða tauga- kerfinu. Andardrátturinn, blóðrásin og hjartslátturinn og starfsemi innra líffæra, einkum starfsemi hinna lokuðu kirtla, er ósjálfráð, gengur sinn gang óháð vitundar- starfsemi mannsins að mestu leyti, þótt alþekkt sé, að ástand vitundar- innar, svo sem geðbrigði og þrá- hyggja, hefur all mikil áhrif á hana. En Hatha yoginn hyggst verða slíkur herra yfir líkama sínum, að hann ekki bara ali líkamann skyn- samlega upp og þjálfi hann, eins og skikkanlegur íþróttamaður gerir, heldur kunni einnig ráð til þess að láta andardrátt og blóðrás, hjart- slátt og kirtlastarfsemi lúta vilja sínum. Hann gerir þannig innrás inn í hina átómatísku stýringu, sem náttú.ran hefur sett í hinn mannlega skrokk. Þannig hyggst Hatha yoginn öðl- ast mátt, er hann ekki hefur, og ýmis dularfull fyrirbæri, er yogar láta gerast, eiga rætur sínar í slíkri þjálfun, að fróðra manna sögn. Yogi getur þolað miklar líkam- legar þjáningar, af því að hann kann að taka hluta af taugakerfinu úr sambandi, svo að komizt sé mjög óvísindalega að orði. Hálærðir og háþjálfaðir Hatha yogar kunna ráð til að stöðva hjart- slátt og andardrátt um tíma og knýja líkamahn til að falla í eins konar dauðadá um stund. Þeir hafa verið múraðir inni í klefum og grafnir lifandi og dvalizt þar jafn- vel svo dögum skipti, í því ástandi. Hinar hugrænu yogagreinar sinna hins vegar lítið eða ekki slíkum iðkunum. Aðalgreinar þeirra eru: Karma yoga, yoga athafna og starfs, Bhakti yoga, yoga tilbeiðslu og kærleika, Jnana yoga, yoga þekkingar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.