Úrval - 01.11.1969, Side 125

Úrval - 01.11.1969, Side 125
HVAÐ ER YOGA? 123 Hugurinn vill annaðhvort hvarfla frá eða fara bara til málamynda yf- ir orðin, enda er sá, sem á inni- haldsríkan hátt og með vakandi at- hygli getur hvenær sem er farið með bæn eins og „Faðir vor“, tals- vert vel að sér í hugareinbeitingu. Seinna er svo nauðsynlegt að kom- ast á bak við orðin. Orð og merking orðs er tvennt. Orð er tákn hugs- unar, ekki hugsunin sjálf. Það þarf ekki að nefna nein orð í huganum til þess að láta merkingu þá, sem í „Faðir vor“ felst, fara gegnum hugann. Þá fyrst er það raunveru- leg bæn. Að hlusta á músík getur verið góð hugleiðing, helzt auðvitað há- leit músík og göfug. Að lesa ljóð eða bókarkafla get- ur verið hugleiðing. Taktu til dæmis Spámanninn eftir Kahlil Gibran eða ljóð Tagores og lestu hálfa blað- síðu. Athyglin má hvergi hvarfla frá, og hugleiddu svo efnið og feg- urðina í skáldskapnum á eftir. Þá er hægt að hugsa sér mynd. T. d. sólarlag eða sólarupprás, setja inn í hana ýmis smáatriði og sjá þau skýrt í huganum. Og þeir, sem snjallir eru í listinni, hugsa sér t. d. blómagarð með beðum, grasflötum, trjám og litskrúðugum blómum, sjá þetta allt í einu "í huganum, bæði heildina og einstök atriði. Og svo geta þeir reikað um þennan hug- ræna helgilund og hugsað sér, að í einu horninu sé lítið guðshús, þar sem sálin hittir guð sinn og sam- einast honum. Að ráða gátur getur verið góð hugleiðing, og að semja stökur und- ir erfiðum háttum íslenzkrar tungu er áreiðanlega þjóðlegasta hug- þjálfunaraðferðin, og sennilega sú, er bezt hefur stuðlað að því að gera íslendinga greinda. Við.þjálfun hugsunarinnar opn- ast manni leyndardómsfullur heim- ur, sem flestum er nærfellt lokað- ur, af því að athyglin er sífelldlega bundin við ytri hluti. Við athugum svo sjaldan, hvernig við förum að því að hugsa. Val hugleiðingarverkefna, getur verið margvíslegt, en þegar á heild- ina er litið, fer æfingin fram á þann hátt, að verkefnin eru athuguð skipulega og við þau glímt, unz maður er fær um að halda ákveð- inni hugmynd grafkyrri í huganum. Það getur verið tákn, svo sem þrí- hyrningur eða krossmark, mynd af vini eða setning. Geti hann þetta, er líka hægt að þurrka þessa hug- mynd út, og þá er hugsunin tóm, þar ríkir fullkomin þögn. Önnur að- ferð, sem jafnan er notuð með að nokkru, er að ýta jafnharðan frá sér öllum hugsunum, sem upp koma, og smátt og smátt hægja hugsan- irnar þá á sér af sjálfu sér, kyrrðin færist nær. Fyrst í stað er einbeiting hugans erfið. Við uppgötvum þá, að áður hafði hugsunin alltaf verið á reiki, og það kostar mikla árvekni að hemja hana. En með æfingunni kemur þar, að við getum haldið ákveðnu verkefni kyrru í huganum stöðugt og fyrirhafnarlaust. Þegar svo langt er komið, eru stórkostleg- astar hugleiðingar manna um hin háleitustu efni: Að láta athyglina dvelja við sjálfseðlið í brjósti manns, að láta hana dvelja við hin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.