Úrval - 01.11.1969, Page 126

Úrval - 01.11.1969, Page 126
124 ÚÍIVAL hinztu sannindi, er maðurinn spann- ar, stærð himingeimsins og smæð atómveraldanna, að láta hana dvelja við guð. Einhvers staðar í þessum hágöng- um andlegrar viðleitni er hinn raunverulegi árangur yogaviðleitn- innar. Hvert er svo gagnið af yogaþálf- uninni, ég meina hið hagnýta gagn, eins og kaliað er? Svo er fyrir að þakka, að flest af því, sem talið er til byrjunarár- angurs yogaþjálfunar, getur talizt hafa hagnýtt gagn í daglegu lífi. Fyrst ber að telja almenna þjálf- un hugsunarhæfileikans, þetta að hafa sæmilegt vald á honum, hugsa skýrt og skipulega, læra að nota hugsunina. Allt þetta vex í sama hlutfalli og maður ávinnur sér stjórnina á huganum. Hugþjálfaður maður leikur sér t. d. að því að ein- beita sér að vinnu klukkustundum saman, þannig að hann hvarflar aldrei frá. Og afköstin verða þá stórkostlega miklu meiri, því að venjulega erum við ekki hálf við vinnuna, með athyglina hingað og þangað. Einnig getur hann lært að hvílast betur á 10—15 mínútum en algengt er á mörgum klukkustund- um. Þegar menn halla sér til að láta líða úr sér þreytu, er algengt, að þeir kunni ekki einu sinni að slaka á vöðvum líkamans. Ef ekki er spenna í útlimum eða bol, þá eru ef til vill stríðir vöðvar í and- liti eða hálsi. En yogaþjálfaður maður kann ekki aðeins að hvíl- ast öldungis máttlaus líkamlega. Hann tæmir algerlega hugann og lætur hann verða gersamlega hljóð- an. En sé hann á iði, orkar hugsun- in alltaf á taugakerfið og truflar eðlilega hvíld. Þetta er bara um hina eiginlegu hugrænu leikfimi. En ekki er ræktun og lögun skap- gerðarinnar síður hagnýt. Fólk fer til sálfræðinga til að leysa hugsana- flóka eða komplexa. En allt slíkt getur yogaþjálfaður maður sjálfur. Hann kann að rekja sundur bönd og vefi hugsunarinnar, og getur horft á þetta í sál sinni. Hann get- ur t. d. virt fyrir sér þær hugsanir og þau sambönd hugsana og til- finninga, sem valda sársauka, þegar um er að ræða t. d. harm eða missi. Og þegar hann getur það, hættir harmurinn smátt og smátt að vera harmur. Því að það er nú einu sinni heilagur sannleikur, að skilja er að fyrirgefa. Allir heiðvirðir menn finna, að þeir hafa í skapgerð sinni alls kon- ar hvimleiða galla. Hvað haldið þið t. d. að sé sá gallinn, er veldur mestum óvinsæld- um meðal skikkanlegs fólks, mis- skilningi og missætti? Samkvæmt athugun, sem fram hefur farið erlendis, er það slúður- hneigð og skortur á því að geta þagað yfir leyndarmáli. Yogaþjálfaður maður hefur ýmis ráð til að venja sig af slíku. Hann getur t. d. sett merki í huganum yf- ir það, sem hann vill þegja yfir, og af því að hugsunin hefur með þjálf- un verið vanin á að hlýða ákvörð- unum, lætur hún sér segjast, a. m. k. smátt og smátt. Hann getur líka athugað tilhneiginguna til að slúðra, rakið skipulega, hvernig slíkt ger-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.