Úrval - 01.11.1969, Síða 129
127
hreinsaS burtu og hlaðnir úr því
veggir, sem umlykja gróðurreitina.
Um hundrað þorp eru á víð og
dreif um dalinn, sum um sex hekt-
ara að stærð, og öll umgirt fléttuð-
um tágagirðingum eða þráðbeinum
steinveggjum í brjósthæð.
Flest húsin eru með hringmynd-
uðu stráþaki, líkt og hjá frum-
byggjum Vestur- og Suður-Afríku.
Meðal þeirra nytjajurta, sem við
sáum á ökrunum, þekktum við ban-
anaplöntur, vatnajurt, sem líkist
villirís, korntegund í líkingu við
hveiti eða rúg, kartöflutegund sem
víða er ræktuð á þessum slóðum,
og hávaxna jurt, sem líkist tóbaks-
jurtinni. Á áveituskurðum og tjörn-
um úði og grúði af villiöndum ým-
issa tegunda. Af öðrum dýrum sá-
um við aðeins nokkra hunda og fá-
ein svín. Ekki sáum við neitt af
nautfé og engin beitilönd.
Þegar við fórum fyrst yfir dal-
inn, sáum við fólkið þyrpast út úr
húsunum og hverfa inn í korn-
stakkana. Þeir sem voru að vinna
úti á ökrunum, köstuðu frá sér hin-
um frumstæðu amboðum sínum og
fleygðu sér niður í plógförin. Tvennt
hljóp í ofboði þvert yfir akur og
steypti sér á bólakaf í áveituskurð.
En þegar við höfðum flogið
nokkrum sinnum fram og aftur yf-
ir dalinn, varð hin barnslega for-
vitni þeirra óttanum yfirsterkari,
og við sáum menn og konur og
börn safnast á opnum svæðum í
miðjum þorpunum til þess að horfa
á okkur.
í fyrsta skipti, sem Elsmore of-
ursti flaug yfir dalinn, hafði hon-
um virzt fólkið ljósara á hörund
en aðrir íbúar Nýju Guineu, en á
ferðum okkar fram og aftur yfir
dalnum sáum við, að sumt var mjög
dökkt en annað miklu ljósara, að
hár þess var mjög smáhrokkið og
að ekki fannst fíkjublað, hvað þá
flík á nokkrum manni. Aftur á
móti virtust margir bera skraut-
armbönd.
Þó að mikið sé af fossum í Bali-
emánni, eru þó bugðóttar lygnur í
henni á milli. Á bökkunum við
þessar lygnur sáum við eintrján-
inga. Ekki hafa þessir eintrjáning-
ar þó verið til langferða, því að,
eins og fyrr segir, var áin ófær í
báðum endum dalsins.
Nokkru áður en við flugum yfir
dalinn, hafði flugmaður kastað þar
niður í fallhlíf pakka, sem í voru
mislitir dúkar, hnífar, handaxir,
speglar, perlur og annar svipaður
varningur. í nokkra daga lá pakk-
inn óhreyfður, þar sem hann hafði
fallið. En viku seinna höfðu dalbú-
ar sennilega safnað nógum kjarki
til að kanna innihald pakkans, því
flugmaður, sem flaug þá yfir, sá að
hann var horfinn.
Ekkert er vitað um þessa einangr-
uðu frumbyggja nema það, sem
sezt hefur úr flugvélum. Svo virð-
ist sem þeir séu algjörlega sjálfum
sér nægjandi um allt. Það er auð-
vitað hugsanlegt, að einhvers stað-
ar liggi einstigi út úr dalnum, en
jafnvel þó að þeir gætu komizt út
úr dalnum, biði þeirra 240 km leið
í gegnum ófæra frumskóga, ef þeir
vildu komast niður að strönd Kyrra-
hafsins, og jafnlöng leið yfir ófær
fen og flóa, ef þeir vildu komast
suður að Arafurahafi.